Sakar Umboðsmann um að hafa fyrirfram mótað sér skoðun á ráðningu Þorsteins Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 26. mars 2008 18:30 Árni Mathiesen sakar Umboðsmann Alþingis um að hafa mótað sér skoðun á skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara - áður en hann gefi út formlegt álit í málinu. Árni svarar ítarlegum spurningum Umboðsmanns með níu síðna bréfi sem fréttastofa hefur undir höndum. Lóa Pind Aldísardóttir. Fyrir rúmum mánuði fékk Árni ítarlegan spurningalista frá Umboðsmanni þar sem hann var krafinn svara við ástæðum þess að hann taldi Þorstein Davíðsson hæfari en aðra til að gegna starfi héraðsdómara á Norðurlandi eystra. Árni byrjar svarbréf sitt á því að draga í efa hlutleysi umboðsmanns í málinu. Árni skrifar: „Athygli vekur að spurningar yðar eru mjög ítarlegar í framsetningu og með því yfirbragði og orðavali að svo virðist sem afstaða yðar til úrlausnarefnisins kunni að vera mótuð fyrirfram." Og Árni heldur áfram: „Af þeim sökum má halda því fram að svör sem undirritaður ber fram hér að neðan komi til með að hafa takmarkaða þýðingu þegar þér leysið úr málinu..." Engu að síður svarar Árni - á tæplega níu síðum. Á þeim kemur fram að tveir dagar liðu frá því Árni fékk öll gögn í hendur - og þar til hann skipaði í starfið. Á þeim tíma kveðst hann hafa farið „ítarlega yfir öll gögn málsins og myndað sér síðan skoðun á" því. Ein meginröksemd Árna er að fjögurra ára starf Þorsteins sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra "hafi verið mjög vanmetið andspænis öðrum störfum". Í því starfi reyni á ýmsar hliðar lögfræði - auk stjórnunar ráðuneytis og fjárreiðna ríkissjóðs - sem Árni telur að nýtist vel í héraðsdómi Norðurlands eystra. Þá furðar Árni sig á að endurmenntun Þorsteins í formi ráðstefna og funda sé lítils metin, með þeim hafi hann gert sér far um að viðhalda þekkingu sinni. Framhaldsnám, sem Þorsteinn hefur ekki, þurfi hins vegar „helst að vera nám sem komi að góðum þörfum við dómarastörf". Hvort umboðsmaður telur að Árni Mathiesen hafi með með svörum sínum tekist að staðreyna „að hann hafi dregið forsvaranlegar ályktanir af fyrirliggjandi upplýsingum", eins og umboðsmaður orðaði það, á eftir að koma í ljós. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
Árni Mathiesen sakar Umboðsmann Alþingis um að hafa mótað sér skoðun á skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara - áður en hann gefi út formlegt álit í málinu. Árni svarar ítarlegum spurningum Umboðsmanns með níu síðna bréfi sem fréttastofa hefur undir höndum. Lóa Pind Aldísardóttir. Fyrir rúmum mánuði fékk Árni ítarlegan spurningalista frá Umboðsmanni þar sem hann var krafinn svara við ástæðum þess að hann taldi Þorstein Davíðsson hæfari en aðra til að gegna starfi héraðsdómara á Norðurlandi eystra. Árni byrjar svarbréf sitt á því að draga í efa hlutleysi umboðsmanns í málinu. Árni skrifar: „Athygli vekur að spurningar yðar eru mjög ítarlegar í framsetningu og með því yfirbragði og orðavali að svo virðist sem afstaða yðar til úrlausnarefnisins kunni að vera mótuð fyrirfram." Og Árni heldur áfram: „Af þeim sökum má halda því fram að svör sem undirritaður ber fram hér að neðan komi til með að hafa takmarkaða þýðingu þegar þér leysið úr málinu..." Engu að síður svarar Árni - á tæplega níu síðum. Á þeim kemur fram að tveir dagar liðu frá því Árni fékk öll gögn í hendur - og þar til hann skipaði í starfið. Á þeim tíma kveðst hann hafa farið „ítarlega yfir öll gögn málsins og myndað sér síðan skoðun á" því. Ein meginröksemd Árna er að fjögurra ára starf Þorsteins sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra "hafi verið mjög vanmetið andspænis öðrum störfum". Í því starfi reyni á ýmsar hliðar lögfræði - auk stjórnunar ráðuneytis og fjárreiðna ríkissjóðs - sem Árni telur að nýtist vel í héraðsdómi Norðurlands eystra. Þá furðar Árni sig á að endurmenntun Þorsteins í formi ráðstefna og funda sé lítils metin, með þeim hafi hann gert sér far um að viðhalda þekkingu sinni. Framhaldsnám, sem Þorsteinn hefur ekki, þurfi hins vegar „helst að vera nám sem komi að góðum þörfum við dómarastörf". Hvort umboðsmaður telur að Árni Mathiesen hafi með með svörum sínum tekist að staðreyna „að hann hafi dregið forsvaranlegar ályktanir af fyrirliggjandi upplýsingum", eins og umboðsmaður orðaði það, á eftir að koma í ljós.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira