Pierce neitar að fara í myndatöku 6. júní 2008 20:09 Paul Pierce var hetja Boston í gærkvöldi þegar lið hans vann fyrsta leikinn gegn LA Lakers í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar. Pierce meiddist á hné í þriðja leikhlutanum og þurfti að fara til búingsherbergja, en sneri aftur og átti stóran þátt í sigri sinna manna. Mikið hefur verið rætt og ritað um meiðsli Pierce í bandarískum fjölmiðlum í dag. Menn eins og Phil Jackson, þjálfari Lakers, hafa dregið í efa að meiðsli Pierce séu alvarleg vegna þess hve fljótt hann sneri aftur til leiks. Pierce sjálfur, sem og forráðamenn Boston Celtics, hafa tekið þá skrítnu ákvörðun að senda hann ekki með hnéð í myndatöku til að kanna meiðslin. "Þetta gæti í raun verið verra en það virkar í fyrstu, en núna ætla ég bara að fá alla þá meðferð sem ég get fengið og vona að ég geti spilað í leik tvö," sagði Pierce í dag. "Ég get gengið, ég get beygt hnéð, en ég finn sársauka inni í hnénu," sagði Pierce. "Þetta snýst bara um það hvort ég treysti mér til að spila eða ekki. Það eru bara tvær vikur eftir af tímabilinu - í mesta lagi sex leikir - hvað ætti ég svo sem að græða á því að fara í myndatöku," bætti hann við. Miðherjinn Kendrick Perkins hjá Boston tognaði líka á ökkla í leiknum í gær og reiknað er með því að hann geti takmarkað spilað í næsta leik. Phil Jackson sagðist hissa á dramatíkinni í kring um meiðsli Pierce, en endurkomu hans í leikinn í nótt var líkt við dramatíska endurkomu Willis Reed með New York Knicks í úrslitunum árið 1970. Jackson lék einmitt með New York það ár. "Reed missti nú úr megnið af leiknum þegar hann meiddist og þurfti að fá hálfgerða hestasprautu til að geta spilað. Pierce var borinn af velli, en sneri aftur eftir örfáar mínútur og var ekki einu sinni haltur," sagði Jackson og gat sér til að Pierce hefði verið heimsóttur af kraftaverkapredikara í búingsherbergjum Boston. Í myndbandinu frá nba.com sem fylgir fréttinni má sjá samantekt af hetjudáðum Pierce úr leiknum í nótt. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
Paul Pierce var hetja Boston í gærkvöldi þegar lið hans vann fyrsta leikinn gegn LA Lakers í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar. Pierce meiddist á hné í þriðja leikhlutanum og þurfti að fara til búingsherbergja, en sneri aftur og átti stóran þátt í sigri sinna manna. Mikið hefur verið rætt og ritað um meiðsli Pierce í bandarískum fjölmiðlum í dag. Menn eins og Phil Jackson, þjálfari Lakers, hafa dregið í efa að meiðsli Pierce séu alvarleg vegna þess hve fljótt hann sneri aftur til leiks. Pierce sjálfur, sem og forráðamenn Boston Celtics, hafa tekið þá skrítnu ákvörðun að senda hann ekki með hnéð í myndatöku til að kanna meiðslin. "Þetta gæti í raun verið verra en það virkar í fyrstu, en núna ætla ég bara að fá alla þá meðferð sem ég get fengið og vona að ég geti spilað í leik tvö," sagði Pierce í dag. "Ég get gengið, ég get beygt hnéð, en ég finn sársauka inni í hnénu," sagði Pierce. "Þetta snýst bara um það hvort ég treysti mér til að spila eða ekki. Það eru bara tvær vikur eftir af tímabilinu - í mesta lagi sex leikir - hvað ætti ég svo sem að græða á því að fara í myndatöku," bætti hann við. Miðherjinn Kendrick Perkins hjá Boston tognaði líka á ökkla í leiknum í gær og reiknað er með því að hann geti takmarkað spilað í næsta leik. Phil Jackson sagðist hissa á dramatíkinni í kring um meiðsli Pierce, en endurkomu hans í leikinn í nótt var líkt við dramatíska endurkomu Willis Reed með New York Knicks í úrslitunum árið 1970. Jackson lék einmitt með New York það ár. "Reed missti nú úr megnið af leiknum þegar hann meiddist og þurfti að fá hálfgerða hestasprautu til að geta spilað. Pierce var borinn af velli, en sneri aftur eftir örfáar mínútur og var ekki einu sinni haltur," sagði Jackson og gat sér til að Pierce hefði verið heimsóttur af kraftaverkapredikara í búingsherbergjum Boston. Í myndbandinu frá nba.com sem fylgir fréttinni má sjá samantekt af hetjudáðum Pierce úr leiknum í nótt.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira