Innlent

Dæmdur kynferðisbrotamaður áfram í haldi

Anthony Le Bellere.
Anthony Le Bellere.

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Anthony Lee Bellere, dæmdum kynferðisbrotamanni, á meðan mál hans er fyrir Hæstarétti, en þó ekki lengur en til 30. maí.

Anthony var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun febrúar fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á aldrinum 12-16 ára á árunum 2005-2006. Anthony á að baki alls 25 refsidóma og hefur fengið fyrir þá alls um 11 ára óskilorðsbundna fangelsisvist.

Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að hann hafi sætt varðhaldi frá því í lok október en hann hóf aplánun fimm mánaða dóms 15. febrúar. Þeirri afplánun átti að ljúka 24. mars en í ljósi þess að hann hafi verið sakfelldur fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum þótti saksóknara nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna að honum yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi til þess tíma er endanlegur dómur gengur í máli hans.

Á það féllust bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur. Hérasdómur úrskurðaði hann í gæsluvarðhald til 30. júní en Hæstiréttur stytti þá vist um einn mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×