Viðskipti innlent

Glitnir spáir óbreyttum stýrivöxtum

Glitnir spáir því að Seðlabanki Íslands haldi stýrivöxtum óbreyttum út árið. Í fyrri spá bankans frá því síðla í síðasta mánuði reiknaði deildin með fimmtíu punkta lækkun stýrivaxta í nóvember.

Deildin segir í Morgunkorni sínu í dag að nýlega hagtölur bendi til hægari kólnunar fasteignamarkaðar og heldur meiri spennu á vinnumarkaði en reiknað hafi verið með.

Bent er á að væntingar neytenda til efnahagsástandsins eftir hálf tár jukust í ágúst samkvæmt væntingavísitölu Gallup og bendi það til að neytendur vænti þess að betri tíð sé í vændum á nýju ári. Þá hefur gengisþróun undanfarið verið óhagstæðari en bankinn reiknaði með.

Greiningardeildin segir verðbólguhorfur út árið því dekkri en Seðlabankinn hafi gert ráð fyrir og muni vextir því ekki lækka líkt og Glitnir hafði áður spáð fyrr en í fyrsta lagi í byrjun næsta árs.

Morgunkorn greiningardeildar Glitnis












Fleiri fréttir

Sjá meira


×