Viðskipti erlent

Smásala tók stökk í Bretlandi

Viðskiptavinir í leiðangri við eina af verslunum House of Fraser í Bretlandi.
Viðskiptavinir í leiðangri við eina af verslunum House of Fraser í Bretlandi.

Velta í smásölu jókst um 3,5 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði, samkvæmt tölum bresku hagstofunnar. Viðlíka stökk á milli mánaða hefur ekki sést í landi Elísabetar drottningar í 22 ár.

Mjög gott veður í mánuðinum er að þakka þessari þróun en fólk keypti helst grillvörur og salat auk sumarklæðnaðar í sólinni.

Sala á matvöru jókst um 3,3 prósent á milli mánaða. Sala á sumarklæðnaði tók hins vegar stökk upp um 9,2 prósent.

Þetta er talsvert yfir væntingum, að sögn breska ríkisútvarpsins.

Breska viðskiptaráðið bendir á í dag að þrátt fyrir allt séu breskir neytendur fremur svartsýnir í skugga hárrar verðbólgu og almennrar lækkunar á fasteignaverði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×