Innlent

Rán í tölvuverslun í Borgartúni

Rán var framið í verslunina Tölvutek í Borgartúni fyrir stundu. Ruddist maður þar inn og losaði tvær tölvur.

Á leið sinni út úr búðinni reyndi starfsmaður að stöðva manninn með þeim afleiðingum að hann skarst í átökum við þjófinn. Maðurinn henti frá sér tölvunum og komst undan. Lögreglan leitar nú mannsins.

Starfsmaður Tölvutek vildi lítið tjá sig um málið þegar Vísir náði af honum tali, sagðist hann vera að ná áttum enda stutt síðan ránið var framið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×