Níu þúsund á barn? 5. mars 2008 16:37 Sigrún Elsa Smáradóttir. Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, gagnrýnir harðlega hugmyndir um greiðslur til handa foreldrum sem eru með börn sín á biðlistum leikskóla. Ekki hefur enn verið gefið upp hve háar upphæðir verður um að ræða en Sigrún hefur reiknað út að um 9 þúsund krónur sé að ræða eftir skatta. Fjármálastjóri borgarinnar segir að ekki sé búið að forma þessar hugmyndir til fulls en bendir á að heimgreiðslur í Kópavogi séu skattfrjálsar og að mögulega verði sá háttur einnig hafður á í Reykjavík. Það eigi stjórnmálamennirnir þó eftir að ákveða. Á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi reiknaði Sigrún hver möguleg greiðsla verður. „Ef það er rétt sem borgarstjóri hefur haldið á lofti í borgarstjórn og í fjölmiðlum að 1.200 börn séu á biðlistum eftir leikskólaplássum, þá skiptast 200 milljónirnar sem verja á í heimgreiðslur árið 2009 þannig að 13.888 krónur á mánuði koma í hlut foreldra sem ekki koma börnum á leikskóla," segur Sigrún Elsa. „Þá á eftir að taka skatt af greiðslunum og því eru það innan við 9 þúsund krónur sem að endingu koma í hlut foreldra með hverju barni." Sigrún bendir á að Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri hafi sagt að gert sé ráð fyrir því að greiðslurnar skipti sköpum fyrir foreldra. „Því fer fjarri að 9 þúsund krónur á mánuði skipti sköpum fyrir þær fjölskyldur sem ekki koma börnum að á leikskólum borgarinnar og geta því ekki sinnt vinnu sinni fjölskyldum sínum til framfærslu. Það er miklu nær að ráðast í það átak í uppbyggingu leikskólamála sem þörf er á í Reykjavík." Sigrún segir einnig að það sé afturhvarf til löngu liðins tíma að ætla að borga foreldrum fyrir að vera heima. „Sagan hefur sýnt að það er oftast konan sem fær það hlutskipti að sitja eftir heima. Slíkt er einungis til þess fallið að viðhalda launamun kynjanna og öðru kynbundnu óréttlæti á vinnumarkaði." Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, segir að hugmyndin um greiðslurnar sé enn ekki fullmótuð og því ekki hægt að slá á hve miklar upphæðir verði að ræða. „Þessar svokölluðu heimgreiðslur sem eru viðhafðar í Kópavogi eru að því er best ég veit, skattfrjálsar. Það er hins vegar ekki búið að forma þetta til fulls hér í borginni,"segir Birgir en vísar að öðru leyti á fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn. Ekki náðist í Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, gagnrýnir harðlega hugmyndir um greiðslur til handa foreldrum sem eru með börn sín á biðlistum leikskóla. Ekki hefur enn verið gefið upp hve háar upphæðir verður um að ræða en Sigrún hefur reiknað út að um 9 þúsund krónur sé að ræða eftir skatta. Fjármálastjóri borgarinnar segir að ekki sé búið að forma þessar hugmyndir til fulls en bendir á að heimgreiðslur í Kópavogi séu skattfrjálsar og að mögulega verði sá háttur einnig hafður á í Reykjavík. Það eigi stjórnmálamennirnir þó eftir að ákveða. Á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi reiknaði Sigrún hver möguleg greiðsla verður. „Ef það er rétt sem borgarstjóri hefur haldið á lofti í borgarstjórn og í fjölmiðlum að 1.200 börn séu á biðlistum eftir leikskólaplássum, þá skiptast 200 milljónirnar sem verja á í heimgreiðslur árið 2009 þannig að 13.888 krónur á mánuði koma í hlut foreldra sem ekki koma börnum á leikskóla," segur Sigrún Elsa. „Þá á eftir að taka skatt af greiðslunum og því eru það innan við 9 þúsund krónur sem að endingu koma í hlut foreldra með hverju barni." Sigrún bendir á að Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri hafi sagt að gert sé ráð fyrir því að greiðslurnar skipti sköpum fyrir foreldra. „Því fer fjarri að 9 þúsund krónur á mánuði skipti sköpum fyrir þær fjölskyldur sem ekki koma börnum að á leikskólum borgarinnar og geta því ekki sinnt vinnu sinni fjölskyldum sínum til framfærslu. Það er miklu nær að ráðast í það átak í uppbyggingu leikskólamála sem þörf er á í Reykjavík." Sigrún segir einnig að það sé afturhvarf til löngu liðins tíma að ætla að borga foreldrum fyrir að vera heima. „Sagan hefur sýnt að það er oftast konan sem fær það hlutskipti að sitja eftir heima. Slíkt er einungis til þess fallið að viðhalda launamun kynjanna og öðru kynbundnu óréttlæti á vinnumarkaði." Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, segir að hugmyndin um greiðslurnar sé enn ekki fullmótuð og því ekki hægt að slá á hve miklar upphæðir verði að ræða. „Þessar svokölluðu heimgreiðslur sem eru viðhafðar í Kópavogi eru að því er best ég veit, skattfrjálsar. Það er hins vegar ekki búið að forma þetta til fulls hér í borginni,"segir Birgir en vísar að öðru leyti á fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn. Ekki náðist í Ólaf F. Magnússon, borgarstjóra.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira