Viðskipti innlent

Gengi Færeyjabanka hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði mest á síðasta viðskiptadegi vikunnar í Kauphöll Íslands í dag, eða um 2,86 prósent. Gengi bréfa í 365, Eimskipafélaginu, Atlantic Airways og FL Group hækkaði um rúmt prósent. Bréf í SPRON, Össuri, Atlantic Petroleum, Icelandair og Marel hækkaði um minna en prósent.

Á sama tíma féll gengi bréfa í Bakkavör um 2,83 prósent. Nær öll fjármálafyrirtækin lækkuðu sömuleiðis. Bréf Glitnis, Straums, Landsbankans og Kaupþings lækkaði um rúmt prósent ásamt gengi bréfa í Century Aluminum. Gengi bréfa í Atorku, Teymi og Existu lækkaði um minna en prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,1 prósent á þessum síðasta viðskiptadegi vikunnar og stendur hún í 4.747 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×