Viðskipti innlent

Bankabréfin hækka

Sigurjón Þ. Árnason, annar af bankastjórum Landsbankans.
Sigurjón Þ. Árnason, annar af bankastjórum Landsbankans. Mynd/GVA

Gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hækkaði mest í upphafi viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Landsbankinn hefur hækkað mest, eða um 1,62 prósent. Bréfin voru þau einu af Úrvalsvísitölufélögunum sem hækkaði í gær.

Gengi bréfa í Existu hefur hækkað næstmest, eða um 1,23 prósent. Þá hefur gengi Kaupþings sömuleiðis hækkað um rúmt prósent.

Bréf Bakkavarar, Glitnis, Straums, Alfesca, Icelandair og Össurar hefur hækkað um tæpt prósent.

Á sama tíma hefur Marel fallið um rúm 2,8 prósent. Gengi bréf í 365 hefur lækkað um 0,8 prósent og Atorku um 0,15 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,95 prósent það sem af er dags og stendur hún í 4.702 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×