Viðskipti innlent

Kauphallarmínus á mánudegi

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku.
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku. Mynd/Hörður

Gengi hlutabréfa í Atorku Group féllu um 32,58 prósent í einum kaupum upp á rúmar 401 þúsund krónur í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins. Samkvæmt uppgjöri félagsins á föstudag tapaði Atorka 2,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi.

Þá hefur gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri fallið um 2,04 prósent, Marel Food Systems um 2,03 prósent, Færeyjabankabréfin lækkað um 1,87 prósent og í Bakkavör um 0,44 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,96 prósent og stendur hún í 634 stigum.

Heildarviðskipti í Kauphöllinni voru 20 talsins á fyrsta stundarfjórðungi upp á tæpar 87,5 milljónir króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×