Viðskipti innlent

Exista toppaði daginn

Bakkabræður.
Bakkabræður. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 4,8 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Hæst fór gengið upp um tæp sex prósent. Á hæla Existu fylgdi Spron, sem fór upp um 3,33 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa hins færeyska Eik banka um 3,09 prósent.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Færeyjabanka um 2,92 prósent.

Gengi bréfa í Landsbankanum, Marel, Glitni, Straumi, Kaupþingi, Bakkavör, Icelandair, Össur og Atlantic Petroleum hækkaði um tæpt prósent.

Hins vegar lækkaði gengi bréfa í Alfesca um 0,29 prósent og í Century Aluminum um 0,11 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,43 prósent í dag og endaði hún í 4.157 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×