Viðskipti innlent

Enn flýgur Icelandair

Ein af vélum Icelandair tekur á loft.
Ein af vélum Icelandair tekur á loft. Mynd/Heiða

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur hækkað umm 1,29 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er jafnframt eina félagið sem hefur hækkað í dag.

Gengi bréfa í flugfélaginu fór lægst í 14,6 krónur á hlut 19. júní síðastliðinn en stendur nú í 15,7 krónur. Þetta jafngildir rúmlega 7,5 prósenta hækkun síðan þá.

Á sama tíma hefur gengi bréfa í Existu lækkað um 1,92 prósent og hefur það aldrei verið lægra. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur lækkað um 1,52 prósent á sama tíma.

Á eftir fylgja Glitnir, Century Aluminum, Færeyjabanki, Straumur, Atlantic Airways, Landsbankinn og Kaupþing en bréf í öllum félögunum hefur lækkað um tæpt prósent.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,51 prósent og stendur hún í 4.490 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×