Viðskipti innlent

Bakkavör hækkar í litlum viðskiptum

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur og stærstu hluthafar Bakkavarar.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur og stærstu hluthafar Bakkavarar. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 1,82 prósent í upphafi viðskiptadagsins hér í dag. Þá hefur gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkað um 0,07 prósent. Engin breyting er á gengi annarra félaga.

Gengi bréfa í Bakkavör féll um 4,6 prósent í gær.

Viðskipti í Kauphöllinni eru með dræmasta móti. Viðskiptin með bréf í Bakkavör eru tvö upp á fimmtán milljónir króna en ein í olíuleitarfélaginu upp á 15.400 danskra króna.

Heildarveltan það sem af er dags nemur 187,9 milljónum króna.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um lítil 0,09 prósent og stendur í 4.255 stigum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×