Sport

Mayweather eldri þjálfar Ricky Hatton

Floyd Mayweather eldri
Floyd Mayweather eldri

Floyd Mayweather eldri, sem áður þjálfaði nafna sinn og son Mayweather yngri, verður þjálfari breska hnefaleikarans Ricky Hatton fyrir næsta bardaga hans gegn Paulie Malinaggi í Las Vegas í nóvember.

Mayweather eldri er almennt álitinn einn besti þjálfarinn í bransanum þrátt fyrir að vera vægast sagt sérlundaður.

Þetta verður í fyrsta sinn sem Hatton berst án fyrrum þjálfara síns Billy Graham, sem lét af störfum af heilsufarsástæðum í síðasta mánuði.

Mayweather eldri hefur staðið í horninu hjá ekki ómerkari mönnum en hinum ósigraða syni sínum og Oscar de la Hoya og er því enginn nýgræðingur í bransanum.

Hatton er mjög spenntur fyrir nýja þjálfaranum sínum.

"Ég er orðinn það gamall að ég get nú líklega ekki breytt stíl mínum mjög mikið. Ég er hinsvegar búinn að tala við mitt fólk og það er á einu máli um að reynsla Mayweather muni nýtast mér vel. Bardaginn við Malinaggi er algjör úrslitabardagi fyrir mig og ég verð að eiga mínar bestu æfingabúðir til þessa," sagði Hatton ánægður.

Hann hefur aðeins tapað einum bardaga á ferlinum og það var einmitt gegn Floyd Mayweather yngri í Las Vegas í fyrra.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×