Viðskipti innlent

Krónan veikist í kjölfar styrkingar

Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um rúm 0,8 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag. Í gær styrktist það um 0,6 prósent. Um svipað leyti og tilkynnt var um lántöku ríkisins upp á 30 milljarða króna rauk það reyndar upp um 1,2 prósent þegar mest lét.

Gengisvísitala stendur nú í 160 stigum.

Bandaríkjadalur kostar þessu samkvæmt 85 krónur, ein evra 122,5 krónur, eitt breskt pund 150,6 krónur og ein dönsk króna 16,4 krónur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×