Viðskipti innlent

Atorka hækkaði mest í dag

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku. Gengi hlutabréfa í félaginu hækkaði mest í Kauphöllinni í dag.
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku. Gengi hlutabréfa í félaginu hækkaði mest í Kauphöllinni í dag. Mynd/Hörður
Gengi hlutabréfa í Atorku hækkaði um 4,37 prósent í dag og Century Aluminum, móðurfélags álversins á Grundartanga, um 4,25 prósent. Þetta er mesta hækkun dagsins í Kauphöllinni í dag. Þá hækkaði sömuleiðis gengi bréfa í Landsbankanum um 1,85 prósent. Gengi Atlantic Airways, Existu og Marel Food Systems hækkaði sömuleiðis um tæpt prósent. Á sama tíma féll gengi Eimskipafélagsins um rúman fimmtung, Bakkavarar um 2,21 prósent, Straums um 1,78 prósent og gengi bréfa í Færeyjabanka um 1,27 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Icelandair, Glitni, Atlantic Petroleum, Alfesca, Kaupþingi og í Össuri um tæpt prósent. Úrvalsvísitalan hélst svo til óbreytt, lækkaði um 0,05 prósent, og stendur í 3.967 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×