Sport

Þórey Edda komst ekki áfram

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Ég veit alveg að ég get farið hærra en ég fór í dag. Ég hef auðvitað verið mikið meidd síðustu ár og lítið geta æft. Stelpurnar sem ég er að keppa við hafa verið að taka stökk fram á við á meðan ég er föst," sagði Þórey Edda Elísdóttir sem komst ekki í úrslit í stangarstökkskeppninni í Peking í nótt.

Hún byrjaði á því að stökkva auðveldlega yfir 4,15 metra en felldi síðan 4,30 metra í þrígang og féll úr keppni. Þær sem stukku yfir 4,50 metra komust í úrslit.

Þórey Edda var þó ekki fjarri því að komast yfir í annarri tilraun sinni en felldi naumlega.

"Ráin var tíu sentimetrum of nálægt. Ef ég hefði sett hana á annan stað þar sem ég reyndar ætlaði að hafa hana upphaflega hefði ég farið yfir. Ég rétt rak mig í hana. Það var mjög svekkjandi. Ég get vel farið yfir 4,30 og líka 4,40. Ef ég hefði náð því hefði ég hugsanlega getað stokkið yfir 4,50. Ég var mjög reið eftir stökkið því ég hélt ég væri farin yfir enda taldi ég mig hafa gert allt rétt. Þetta var gríðarlega svekkjandi," sagði Þórey Edda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×