Innlent

Tindur fékk enga sérmeðferð - Valtýr veitti frænkunni tiltal

Páll Winkel, núverandi fangelsismálastjóri.
Páll Winkel, núverandi fangelsismálastjóri.

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir það grófar aðdróttanir að halda því fram að Tindur Jónsson, sem fékk sex ára fangelsisdóm fyrir alvarlega líkamsárás, hafi notið sérmeðferðar í kerfinu sökum þess að frænka hans vann hjá stofnuninni. Fyrrverandi fangelsismálastjóri staðfestir hinsvegar að hann hafi veitt frænkunni tiltal vegna afskipta hennar af fanganum. Þetta kom fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins.

Stöð 2 sagði frá þessu um helgina og hafði fyrir því heimildir úr fangelsiskerfinu.

Páll sagði í Kastljósinu að ekkert athugavert væri við þá meðferð sem Tindur fékk hjá stofnunni. Algengt sé að menn með svipaðan brotaferil hafi fengið reynslulausn eftir að hafa afplánað helming dóms. Í því sé horft til sakaferils, aldurs viðkomandi og hegðunar hans innan veggja fangelsisins.

Valtýr Sigurðsson, þáverandi fangelsismálastjóri, staðfesti þó við Kastljós í kvöld að fangaverðir hafi kvartað undan afskiptum frænkunnar af Tindi á meðan á refsivist hans stóð. Hann segist hafa veitt henni tiltal en að hann muni ekki nánar frá atvikum málsins. Athugasemdirnar hafi hinsvegar ekki snúið að ákvörðun um lengd refsivistarinnar.




Tengdar fréttir

Tveir á reynslulausn á meðal hinna handteknu

Líkt og Vísir hefur greint frá hefur lögreglan handtekið fjóra karlmenn í tengslum við fíkniefnaframleiðsluna í Hafnarfirði. Þrír hinna handteknu, sem allir eru íslendingar, eru á þrítugsaldri og einn á fertugsaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×