Í framburði fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu kemur fram að á heimili hans í Háholti í Hafnarfirði var dýflissa sem Guðmundur notaði þegar hann stundaði bdsm kynlíf með skjólstæðingum sínum á meðferðarheimilinu.
Dýflissan var í litlu herbergi í kjallara blokkarinnar sem Guðmundur býr í. Gengið var inn í dýflissuna í gegnum skáp sem er í fremri geymslunni í kjallaranum. Þar var stórt aflangt borð og á því voru margvísleg kynlífstæki. Einnig var þar lítið búr. Í enda herbergisins var plata á vegg með mörgum nöglum sem hægt var að nota til að binda fólk við.
Í gögnum málsins kemur fram Guðmundur sagði einni konunni sem hann braut gegn að hann hefði hannað dýflisuna sérstaklega fyrir hana.