Björgólfur selur í Finnlandi fyrir 26 milljarða - ánægður með verðið 13. október 2008 09:18 Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur selt hlut sinn í finnska símafyrirtækin Elisa. Kaupandi er Varma, eitt umsvifamesta séreignasparnaðarfyrirtæki Finnlands. Kaupverð nemur um 200 milljónum evra, jafnvirði 26,5 milljörðum króna. Talsmaður Björgólfs er ánægður með verðið sem fékkst fyrir hlutinn. Novator átti tíu prósenta hlut í Elisu. Björgólfur á enn fimm prósent í Elisu í eigin nafni. Elisa er næststærsta símafyrirtæki Finnlands. Novator var stærsti hluthafinn en nú hefur Varma, sem situr á tólf prósentum í fyrirtækinu, tekið sætið. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs, segir söluna vissulega vera viðbrögð við aðstæðum. „Við erum að bregðast við mjög erfiðum aðstæðum á fjármagnsmörkuðum og sérstaklega eru þetta viðbrögð við því að viðhorf gagnvart íslendingum erlendis er andstætt okkur. Það bitnar ekki síður á félögum sem hafa ósköp lítið með ísland að gera, eins og í tilviki Elisa.“ „En við erum ánægðir,“ segir Ásgeir og bendir á að verðið sé mjög gott. „Þetta er verð á markaði fyrir helgi og við erum ekki að tapa peningum í þessum viðskiptum. Við erum hins vegagr að styrkja stöðu Novators til þess að halda þétt við önnur fyrirtæki sem við eru fjárfestar í,“ segir Ásgeir að lokum og segir frekari samninga um sölu á hlutum Novators ekki vera í farvatninu þessa stundina. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Sjá meira
Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur selt hlut sinn í finnska símafyrirtækin Elisa. Kaupandi er Varma, eitt umsvifamesta séreignasparnaðarfyrirtæki Finnlands. Kaupverð nemur um 200 milljónum evra, jafnvirði 26,5 milljörðum króna. Talsmaður Björgólfs er ánægður með verðið sem fékkst fyrir hlutinn. Novator átti tíu prósenta hlut í Elisu. Björgólfur á enn fimm prósent í Elisu í eigin nafni. Elisa er næststærsta símafyrirtæki Finnlands. Novator var stærsti hluthafinn en nú hefur Varma, sem situr á tólf prósentum í fyrirtækinu, tekið sætið. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs, segir söluna vissulega vera viðbrögð við aðstæðum. „Við erum að bregðast við mjög erfiðum aðstæðum á fjármagnsmörkuðum og sérstaklega eru þetta viðbrögð við því að viðhorf gagnvart íslendingum erlendis er andstætt okkur. Það bitnar ekki síður á félögum sem hafa ósköp lítið með ísland að gera, eins og í tilviki Elisa.“ „En við erum ánægðir,“ segir Ásgeir og bendir á að verðið sé mjög gott. „Þetta er verð á markaði fyrir helgi og við erum ekki að tapa peningum í þessum viðskiptum. Við erum hins vegagr að styrkja stöðu Novators til þess að halda þétt við önnur fyrirtæki sem við eru fjárfestar í,“ segir Ásgeir að lokum og segir frekari samninga um sölu á hlutum Novators ekki vera í farvatninu þessa stundina.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Sjá meira