Bankahólfið. LL styrkja rannsóknir 21. maí 2008 00:01 ... Landssamtök lífeyrissjóða hafa ákvðið að styrkja Ólaf Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, um eina milljón króna vegna doktorsritgerðar sem hann vinnur að um íslenska lífeyriskerfið. Stjórn samtakanna samþykkti þetta á aðalfundi sínum fyrir helgi. Ólafur vinnur að doktorsverkefni við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Verkinu er skipt upp í þrjá kafla og vinnur hann að frágangi þess fyrsta. Þá var samþykktur 400 þúsund króna styrkur til Rafns Sigurðssonar vegna mastersverkefnis hans um smíði líkans til að meta hversu mikil áhrif ávöxtun lífeyrissjóðanna og breytileg aldurssamsetning sjóðfélaga hefur á réttindaöflun sjóðfélaga.Von á þeim finnska?Mikil og jákvæð viðbrögð við gjaldmiðlaskiptasamningum við seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar á dögunum eru til marks um að beðið hafi verið eftir útspilum sem þessum af hálfu stjórnvalda og Seðlabankans. Nú fullyrða aðilar á markaði að sambærilegur samningur við finnska seðlabankann liggi fyrir og verði kynntur fljótlega, en enn sé unnið að samkomulagi við Seðlabanka Evrópu og Englandsbanka. Þá munu erindrekar Seðlabankans hafa leitað hófanna vestan Atlantsála, meðal annars með aðkomu bandaríska seðlabankans og JP Morgan.Vík milli vinaVík er sögð orðin milli vina í þeim þekkta Samson-hópi og er hóflega orðuð tilkynning til Kauphallar í vikunni um brotthvarf Magnúsar Þorsteinssonar úr varastjórn Icelandic Group höfð til vitnis um það. Fyrir skemmstu fór Magnús, sem var framkvæmdastjóri þeirrar frægu Bravo-bjórverksmiðju í St. Pétursborg, með himinskautum ásamt Björgólfsfeðgum, og var aðaleigandi Avion og síðar stjórnarformaður bæði Icelandic og Eimskips.En nú er hann horfinn úr báðum stjórnum án nokkurra skýringa. Bæði félögin hafa tapað gífurlegum fjárhæðum og Björgólfsfeðgar, sem eru bæði helstu hluthafar félaganna og stærstu lánardrottnar gegnum Landsbankann, hafa tekið þar öll völd á kostnað þeirra gamla viðskiptafélaga, sem dvelst nú löngum stundum í Rússlandi og er kannski í þeim skilningi kominn aftur á byrjunarreit... Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Landssamtök lífeyrissjóða hafa ákvðið að styrkja Ólaf Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, um eina milljón króna vegna doktorsritgerðar sem hann vinnur að um íslenska lífeyriskerfið. Stjórn samtakanna samþykkti þetta á aðalfundi sínum fyrir helgi. Ólafur vinnur að doktorsverkefni við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Verkinu er skipt upp í þrjá kafla og vinnur hann að frágangi þess fyrsta. Þá var samþykktur 400 þúsund króna styrkur til Rafns Sigurðssonar vegna mastersverkefnis hans um smíði líkans til að meta hversu mikil áhrif ávöxtun lífeyrissjóðanna og breytileg aldurssamsetning sjóðfélaga hefur á réttindaöflun sjóðfélaga.Von á þeim finnska?Mikil og jákvæð viðbrögð við gjaldmiðlaskiptasamningum við seðlabanka Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar á dögunum eru til marks um að beðið hafi verið eftir útspilum sem þessum af hálfu stjórnvalda og Seðlabankans. Nú fullyrða aðilar á markaði að sambærilegur samningur við finnska seðlabankann liggi fyrir og verði kynntur fljótlega, en enn sé unnið að samkomulagi við Seðlabanka Evrópu og Englandsbanka. Þá munu erindrekar Seðlabankans hafa leitað hófanna vestan Atlantsála, meðal annars með aðkomu bandaríska seðlabankans og JP Morgan.Vík milli vinaVík er sögð orðin milli vina í þeim þekkta Samson-hópi og er hóflega orðuð tilkynning til Kauphallar í vikunni um brotthvarf Magnúsar Þorsteinssonar úr varastjórn Icelandic Group höfð til vitnis um það. Fyrir skemmstu fór Magnús, sem var framkvæmdastjóri þeirrar frægu Bravo-bjórverksmiðju í St. Pétursborg, með himinskautum ásamt Björgólfsfeðgum, og var aðaleigandi Avion og síðar stjórnarformaður bæði Icelandic og Eimskips.En nú er hann horfinn úr báðum stjórnum án nokkurra skýringa. Bæði félögin hafa tapað gífurlegum fjárhæðum og Björgólfsfeðgar, sem eru bæði helstu hluthafar félaganna og stærstu lánardrottnar gegnum Landsbankann, hafa tekið þar öll völd á kostnað þeirra gamla viðskiptafélaga, sem dvelst nú löngum stundum í Rússlandi og er kannski í þeim skilningi kominn aftur á byrjunarreit...
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira