Flugrekstrarleyfi Alitalia í hættu 25. september 2008 11:00 Merki Alitalia. Mynd/AFP Svo getur farið að punkturinn verði settur aftan við sögu ítalska flugfélagsins Alitalia í dag en ítölsk flugmálayfirvöld hótuðu í dag að fella flugrekstrarleyfi félagsins niður skili stjórnendur þess ekki nýrri rekstraráætlun í lok dags. Framtíð flugfélagsins hefur hangið á bláþræði síðustu vikurnar en sjóðir félagsins eru tómir og hefur það ekki haft efni á að kaupa eldsneyti á þotur sínar. Þá tapar félagið tveimur milljónum evra á dag og fljúga vélar þess á bráðabirgðarleyfi. Hópur fjárfesta, sem lagði fram tilboð í flugfélagið fyrir nokkru síðan, dró það til baka í síðustu viku eftir að verkalýðsfélög starfsmanna flugfélagsins náðu ekki sameiginlegri niðurstöðu um hvort því skuli taka eður ei. Þótt verkalýðsfélögunum tillögur fjárfestanna fela of mikla uppstokkun á rekstrinum í för með sér. Til stóð að setja 1,4 milljarða evra í reksturinn, selja óarðbærar eignir og segja upp allt að þrjú þúsund starfsmönnum. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur þrýst á forsvarsmenn verkalýðsfélaganna að hittast á ný og reyna að blása til nýrra viðræðna til að forða flugfélaginu frá þroti. Ítalska ríkið er stærsti hluthafi flugfélagsins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Svo getur farið að punkturinn verði settur aftan við sögu ítalska flugfélagsins Alitalia í dag en ítölsk flugmálayfirvöld hótuðu í dag að fella flugrekstrarleyfi félagsins niður skili stjórnendur þess ekki nýrri rekstraráætlun í lok dags. Framtíð flugfélagsins hefur hangið á bláþræði síðustu vikurnar en sjóðir félagsins eru tómir og hefur það ekki haft efni á að kaupa eldsneyti á þotur sínar. Þá tapar félagið tveimur milljónum evra á dag og fljúga vélar þess á bráðabirgðarleyfi. Hópur fjárfesta, sem lagði fram tilboð í flugfélagið fyrir nokkru síðan, dró það til baka í síðustu viku eftir að verkalýðsfélög starfsmanna flugfélagsins náðu ekki sameiginlegri niðurstöðu um hvort því skuli taka eður ei. Þótt verkalýðsfélögunum tillögur fjárfestanna fela of mikla uppstokkun á rekstrinum í för með sér. Til stóð að setja 1,4 milljarða evra í reksturinn, selja óarðbærar eignir og segja upp allt að þrjú þúsund starfsmönnum. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur þrýst á forsvarsmenn verkalýðsfélaganna að hittast á ný og reyna að blása til nýrra viðræðna til að forða flugfélaginu frá þroti. Ítalska ríkið er stærsti hluthafi flugfélagsins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira