Dögun vetnisaldar – veruleiki eða framtíðarsýn 6. ágúst 2008 00:01 MÞorsteinn Ingi Sigfússon, prófesor í eðlisfræði við Háskóla Íslands, hlaut Alheimsorkuverðlaunin árið 2007 fyrir rannsóknir sínar á vetni. Markaðurinn/Anton Jarðeldsneyti er takmarkað og ljóst er að síhækkandi eldsneytisverð er að sliga atvinnuvegi landsins og að hagkvæmara er orðið að leita annarra leiða til að knýja ökutæki í framtíðinni. Í bók sinni, Dögun vetnisaldar – róteindin tamin fjallar Þorsteinn Ingi Sigfússon um vetni sem orkugjafa. Bókin er gefin út samtímis á íslensku og ensku. Þorsteinn er prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands og hlaut á síðasta ári Alheimsorkuverðlaun fyrir rannsóknir á framþróun hugmynda og tækni fyrir vetnisnotkun. „Þegar ég hugleiddi aðferðafræði bókarinnar hugsaði ég að nóg væri komið af bókum um hrein verkfræðileg efni og taldi miklu fremur að nauðsynlegt að skrifa bók sem hinn fróðleiksfúsi, almenni lesandi gæti lesið og tileinkað sér,“ segir Þorsteinn. Hann segir að ein af meginkenningum bókarinnar sé að mannkynið hafi nýtt sér rafeindina til tækniframfara og að vonandi verði hægt að nýta róteindina úr vetni til svipaðra tækniframfara. Þorsteinn bendir á að rafeindin er notuð í allt frá rafmótorum til tölva og heilu kerfisráða kjarnorkuverunum. „Hugmyndin er að reyna að beisla róteindina, sem er kjarninn í vetninu, með svipuðu móti,“ segir hann. Þorsteinn bendir á að tæknin sé ákveðnum erfiðleikum háð, mun erfiðara sé að temja róteindina heldur en rafeindina og róteindatækni því miklu flóknari en rafeindatækni. „Það er erfitt að slíta hana úr sambandi eins og til dæmis í vetnissameindinni. Það er erfitt að geyma vetni, þetta léttasta allra frumefna er svo frekt á allt rúmmál geymslunnar,“ segir hann.Ódýr olía liðin tíðÚr hverju kílói af vetni fæst þrefalt meiri orka en úr sambærilegu jarðefnaeldsneyti. Þorsteinn segir það geta skapað ákveðin vandamál og mikilvægt sé að huga vel að öryggismálum.„Ég tók þann pól í hæðina að ræða um vetni sem mjög líklega stoð við næstu orkubyltingu á jörðinni. Hins vegar var ég ekki tilbúinn til að sjá jarðefnaeldsneytið hverfa; sá vetnið miklu fremur smám saman ógna jarðefnaeldsneytinu einkum þar sem unnt væri að notast við endurnýjanlega orku við að vinna vetnið,“ segir Þorsteinn.Spurður um hvort dagar olíu séu taldir segir þorsteinn svo ekki vera. „Ég spái því engan veginn að dagar olíunnar séu taldir. Miklu fremur hygg ég að menn muni fara um langan veg til að kreista olíuna upp á yfirborðið og viðskipti með olíu munu halda áfram að verða mjög ábatasöm. En, eins og Shell hefur sagt, þá tel ég að dagar hinnar ódýru olíu séu taldir,“ segir hann.Aðdragandi bókarinnarÞorsteinn hefur flutt marga fyrirlestra um endurnýjanlega orku og vetni sem orkubera. Þegar þetta viðtal er tekið er Þorsteinn á leið í fyrirlestraferð til Skotlands og nýkominn frá Ástralíu þar sem hann hélt fyrirlestra um vetni.„Eftir að orkumálaráðherrar 16 ríkja stofnuðu IPHE-vetnissamtökin í Washington 2003 ágerðist enn meira þessi þáttur í mínu lífi – að fara um heiminn og halda fyrirlestra,“ segir hann. „Auk þess,“ bætir hann við,“ skoruðu margir á mig að taka vetnisboðskapinn saman í bók og leyfa heiminum njóta.“„Fyrir um fjórum árum fór ég að safna saman efni í bók sem í upphafi var hugsuð á ensku. Ég einsetti mér að skrifa bók þar sem lesandinn væri með mér í ferð um jörðina. Reyndar hefst bókin á bréfi frá framtíðinni sem er eins konar aðferð til að tengja vísindaskáldsagnakennda frásögn við mörg þeirra atriða sem koma fyrir seinna í textanum. Eftir framtíðarferðina er tíminn kominn til baka á núið og að þessu sinni fer ég með lesandann í bíltúr upp í Borgarfjörð. Nota tækifærið og skoða norðurljósin og tengi saman uppruna heimsins og róteindina sem frá og með þessum stað í bókinni verður aðalsöguhetjan!“ segir Þorsteinn.ORKA ER FJÁRSJÓÐUR ÍSLANDS„Í bókinni getur lesandinn kynnst öllum þeim orkugjöfum sem notast er við á jörðinni, jafnt úr jarðefnaeldsneyti sem endurnýjanlegum orkulindum.Þarna eigum við Íslendingar einmitt mikla fjársjóði og á þessu sviði er Ísland líklegt til að verða stórveldi um langan aldur. Orkuhefðin sem tekið hefur við hlutverki sem einu sinni var alfarið tengt söguhefð okkar lands, mun kveðja sér hljóðs í æ ríkari mæli á næstu árum,“ segir Þorsteinn.„Sjálfar orkulindirnar í framtíðinni verða að mestu leyti endurnýjanlegar og er sólin þar í forgrunni. Við ræðum sólina mikið í bókinni. Kjarnorka mun halda áfram að setja sterkan svip á orkumál jarðar en mun þróast í samrunaorku sem líklega verður orðin að veruleika í orkuverum um miðja öldina,“ segir hann.„Stephen Hawking sagði að útgefandi sinn hefði varað sig við því að hafa stærðfræðilegar jöfnur í bókinni um fæðingu alheimsins. Kenning útgefandans var að við fyrstu jöfnuna þá myndi Hawking missa helming lesenda og svo koll af kolli!“ segir Þorsteinn. „Ég reyni að gera það sama, en hef safnað saman efnaformúlum sem ég kem fyrir á netinu á www.tamingoftheproton.com,, alþjóðlegri heimasíðu bókarinnar,“ segir hann.Íslenska þýðingin er unnin með Baldri Arnarsyni og frábrugðin upprunalegu bókinni á ensku. „Ég reyni að dýpka sviðið og skýra hvert einasta atriði sem upp kemur,“ segir hann.Að lokum bendir Þorsteinn á að hann hafi fengið mjög góð viðbrögð við bókinni um allan heim. Hún hafi verið gefin út á íslensku og ensku og til standi að þýða bókina á fleiri tungumál. Markaðir Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Jarðeldsneyti er takmarkað og ljóst er að síhækkandi eldsneytisverð er að sliga atvinnuvegi landsins og að hagkvæmara er orðið að leita annarra leiða til að knýja ökutæki í framtíðinni. Í bók sinni, Dögun vetnisaldar – róteindin tamin fjallar Þorsteinn Ingi Sigfússon um vetni sem orkugjafa. Bókin er gefin út samtímis á íslensku og ensku. Þorsteinn er prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands og hlaut á síðasta ári Alheimsorkuverðlaun fyrir rannsóknir á framþróun hugmynda og tækni fyrir vetnisnotkun. „Þegar ég hugleiddi aðferðafræði bókarinnar hugsaði ég að nóg væri komið af bókum um hrein verkfræðileg efni og taldi miklu fremur að nauðsynlegt að skrifa bók sem hinn fróðleiksfúsi, almenni lesandi gæti lesið og tileinkað sér,“ segir Þorsteinn. Hann segir að ein af meginkenningum bókarinnar sé að mannkynið hafi nýtt sér rafeindina til tækniframfara og að vonandi verði hægt að nýta róteindina úr vetni til svipaðra tækniframfara. Þorsteinn bendir á að rafeindin er notuð í allt frá rafmótorum til tölva og heilu kerfisráða kjarnorkuverunum. „Hugmyndin er að reyna að beisla róteindina, sem er kjarninn í vetninu, með svipuðu móti,“ segir hann. Þorsteinn bendir á að tæknin sé ákveðnum erfiðleikum háð, mun erfiðara sé að temja róteindina heldur en rafeindina og róteindatækni því miklu flóknari en rafeindatækni. „Það er erfitt að slíta hana úr sambandi eins og til dæmis í vetnissameindinni. Það er erfitt að geyma vetni, þetta léttasta allra frumefna er svo frekt á allt rúmmál geymslunnar,“ segir hann.Ódýr olía liðin tíðÚr hverju kílói af vetni fæst þrefalt meiri orka en úr sambærilegu jarðefnaeldsneyti. Þorsteinn segir það geta skapað ákveðin vandamál og mikilvægt sé að huga vel að öryggismálum.„Ég tók þann pól í hæðina að ræða um vetni sem mjög líklega stoð við næstu orkubyltingu á jörðinni. Hins vegar var ég ekki tilbúinn til að sjá jarðefnaeldsneytið hverfa; sá vetnið miklu fremur smám saman ógna jarðefnaeldsneytinu einkum þar sem unnt væri að notast við endurnýjanlega orku við að vinna vetnið,“ segir Þorsteinn.Spurður um hvort dagar olíu séu taldir segir þorsteinn svo ekki vera. „Ég spái því engan veginn að dagar olíunnar séu taldir. Miklu fremur hygg ég að menn muni fara um langan veg til að kreista olíuna upp á yfirborðið og viðskipti með olíu munu halda áfram að verða mjög ábatasöm. En, eins og Shell hefur sagt, þá tel ég að dagar hinnar ódýru olíu séu taldir,“ segir hann.Aðdragandi bókarinnarÞorsteinn hefur flutt marga fyrirlestra um endurnýjanlega orku og vetni sem orkubera. Þegar þetta viðtal er tekið er Þorsteinn á leið í fyrirlestraferð til Skotlands og nýkominn frá Ástralíu þar sem hann hélt fyrirlestra um vetni.„Eftir að orkumálaráðherrar 16 ríkja stofnuðu IPHE-vetnissamtökin í Washington 2003 ágerðist enn meira þessi þáttur í mínu lífi – að fara um heiminn og halda fyrirlestra,“ segir hann. „Auk þess,“ bætir hann við,“ skoruðu margir á mig að taka vetnisboðskapinn saman í bók og leyfa heiminum njóta.“„Fyrir um fjórum árum fór ég að safna saman efni í bók sem í upphafi var hugsuð á ensku. Ég einsetti mér að skrifa bók þar sem lesandinn væri með mér í ferð um jörðina. Reyndar hefst bókin á bréfi frá framtíðinni sem er eins konar aðferð til að tengja vísindaskáldsagnakennda frásögn við mörg þeirra atriða sem koma fyrir seinna í textanum. Eftir framtíðarferðina er tíminn kominn til baka á núið og að þessu sinni fer ég með lesandann í bíltúr upp í Borgarfjörð. Nota tækifærið og skoða norðurljósin og tengi saman uppruna heimsins og róteindina sem frá og með þessum stað í bókinni verður aðalsöguhetjan!“ segir Þorsteinn.ORKA ER FJÁRSJÓÐUR ÍSLANDS„Í bókinni getur lesandinn kynnst öllum þeim orkugjöfum sem notast er við á jörðinni, jafnt úr jarðefnaeldsneyti sem endurnýjanlegum orkulindum.Þarna eigum við Íslendingar einmitt mikla fjársjóði og á þessu sviði er Ísland líklegt til að verða stórveldi um langan aldur. Orkuhefðin sem tekið hefur við hlutverki sem einu sinni var alfarið tengt söguhefð okkar lands, mun kveðja sér hljóðs í æ ríkari mæli á næstu árum,“ segir Þorsteinn.„Sjálfar orkulindirnar í framtíðinni verða að mestu leyti endurnýjanlegar og er sólin þar í forgrunni. Við ræðum sólina mikið í bókinni. Kjarnorka mun halda áfram að setja sterkan svip á orkumál jarðar en mun þróast í samrunaorku sem líklega verður orðin að veruleika í orkuverum um miðja öldina,“ segir hann.„Stephen Hawking sagði að útgefandi sinn hefði varað sig við því að hafa stærðfræðilegar jöfnur í bókinni um fæðingu alheimsins. Kenning útgefandans var að við fyrstu jöfnuna þá myndi Hawking missa helming lesenda og svo koll af kolli!“ segir Þorsteinn. „Ég reyni að gera það sama, en hef safnað saman efnaformúlum sem ég kem fyrir á netinu á www.tamingoftheproton.com,, alþjóðlegri heimasíðu bókarinnar,“ segir hann.Íslenska þýðingin er unnin með Baldri Arnarsyni og frábrugðin upprunalegu bókinni á ensku. „Ég reyni að dýpka sviðið og skýra hvert einasta atriði sem upp kemur,“ segir hann.Að lokum bendir Þorsteinn á að hann hafi fengið mjög góð viðbrögð við bókinni um allan heim. Hún hafi verið gefin út á íslensku og ensku og til standi að þýða bókina á fleiri tungumál.
Markaðir Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira