Viðskipti innlent

Landsbankinn leiðir hækkun í Kauphöllinni

Sigurjón Þ. Árnason, annar af bankastjórum Landsbankans.
Sigurjón Þ. Árnason, annar af bankastjórum Landsbankans. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Landsbankanum tók sprettinn og leiddi hækkun í Kauphöll Íslands í byrjun dags. Gengið hækkaði um 1,5 prósent. Á eftir fylgdu Alfesca, sem hækkaði um 0,9 prósent, Bakkavör, sem fór upp um 0,8 prósent, Exista, Glitnir, Straumur, færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum og Kaupþing.

Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á norrænum hlutabréfamörkuðum í byrjun dags.

Einungis gengi bréfa í Icelandair Group lækkaði á sama tíma um 0,24 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,49 prósent og stendur vísitalan í 4.927 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×