Viðskipti erlent

Seðlabanki Noregs lækkar stýrivexti um 1,75 prósentustig

Seðlabanki Noregs hefur ákveðið að lækka stýrivexti sína um 1,75 prósentustig. Er þetta mun meiri lækkun en sérfræðingar höfðu spáð fyrir um.

Eftir lækkunina eru stýrivextir í Noregi 3%. Hin mikla lækkun er gerð til að koma lífi í hnignandi efnahagslíf Noregs sem ekki hefur farið varhluta af fjármálakreppunni frekar en önnur lönd.

Dagens Industri fjallar um lækkunina og segir þar að af þeim 13 sérfræðingum sem spáðu fyrir um lækkunina voru flestir á því, eða fimm, að lækkunin yrði 1 prósentustig. Enginn spáði fyrir um 1,75 prósentustig en þrír töldu að lækkunin yrði 1,5 prósentustig.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×