Vara við einhliða upptöku evru 12. nóvember 2008 00:01 Hagfræðingarnir Gauti B. Eggertsson við Seðlabanka New York og Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, vara við hugmyndum um einhliða upptöku evru. Þeir segja slíkt skref geta orsakað áhlaup á íslenska banka. „Það verður aldrei bankaáhlaup á nýju íslensku ríkisbankanna því að það er til íslenskur seðlabanki. Ríkið getur alltaf prentað peninga og borgað fólki krónur. Vegna þess að allir vita þetta, trúir fólk viðskiptaráherra þegar hann segir að innistæður fólks á Íslandi séu tryggar," segir Gauti á bloggsíðu sinni. „Ef Ísland tekur einhliða upp evru er þetta ekki hægt. Ríkið getur ekki prentað evrur. Og Evrópski seðlabankinn hefur engan áhuga á að lána okkur ef allir vilja taka út evrurnar sínar úr bönkunum, því að þeir eru á móti einhliða upptöku evru." Ásgeir Jónsson segir í grein í Markaðnum í dag, að lausn vandans felist því ekki í því að skipta myntinni út einhliða við núverandi aðstæður. „Flest bendir raunar til þess að það geti gert málin enn verri þar sem einhliða upptaka veldur því að peningaframboðið verður ytri stærð og veltur á lánaaðgengi ríkissjóðs á erlendri grund. Þannig stæðu íslensku bankarnir án lánveitenda til þrautarvara á innlendum markaði og gætu því hæglega lent í nýju bankaáhlaupi af hálfu innlendra sparifjáreigenda." Ásgeir segir að landsmenn þurfi á krónunni að halda næstu misserin við endurreisn hagkerfisins og aðlögun að nýjum vaxtarferli sem hljóti að miðast við útflutning. „Við þessar aðstæður er fátt annað í stöðunni en að byggja upp nýtt traust á þjóðargjaldmiðlinum og fleyta honum á nýjan leik eins fljótt og unnt er," segir hann. Markaðir Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Hagfræðingarnir Gauti B. Eggertsson við Seðlabanka New York og Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, vara við hugmyndum um einhliða upptöku evru. Þeir segja slíkt skref geta orsakað áhlaup á íslenska banka. „Það verður aldrei bankaáhlaup á nýju íslensku ríkisbankanna því að það er til íslenskur seðlabanki. Ríkið getur alltaf prentað peninga og borgað fólki krónur. Vegna þess að allir vita þetta, trúir fólk viðskiptaráherra þegar hann segir að innistæður fólks á Íslandi séu tryggar," segir Gauti á bloggsíðu sinni. „Ef Ísland tekur einhliða upp evru er þetta ekki hægt. Ríkið getur ekki prentað evrur. Og Evrópski seðlabankinn hefur engan áhuga á að lána okkur ef allir vilja taka út evrurnar sínar úr bönkunum, því að þeir eru á móti einhliða upptöku evru." Ásgeir Jónsson segir í grein í Markaðnum í dag, að lausn vandans felist því ekki í því að skipta myntinni út einhliða við núverandi aðstæður. „Flest bendir raunar til þess að það geti gert málin enn verri þar sem einhliða upptaka veldur því að peningaframboðið verður ytri stærð og veltur á lánaaðgengi ríkissjóðs á erlendri grund. Þannig stæðu íslensku bankarnir án lánveitenda til þrautarvara á innlendum markaði og gætu því hæglega lent í nýju bankaáhlaupi af hálfu innlendra sparifjáreigenda." Ásgeir segir að landsmenn þurfi á krónunni að halda næstu misserin við endurreisn hagkerfisins og aðlögun að nýjum vaxtarferli sem hljóti að miðast við útflutning. „Við þessar aðstæður er fátt annað í stöðunni en að byggja upp nýtt traust á þjóðargjaldmiðlinum og fleyta honum á nýjan leik eins fljótt og unnt er," segir hann.
Markaðir Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira