Innlent

Veitti Kaupþingi lán gegn veði í Erhversbank

MYND/GVA

Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi lán gegn veði í danska bankanum Erhvervsbank fyrir stuttu. Forstjóri Kaupþings vill lítið tjá sig um málið.

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, segir að of snemmt sé að segja til um hvaða áhrif frumvarpið muni hafa á bankann en hann gerir ráð fyrir að funda með Fjármálaeftirlitinu í kvöld. Aðspurður hvort Kaupþing væri í vandræðum sagði Hreiðar að hann teldi svo ekki vera en það væru sviptivindar á alþjóðalegum mörkuðum.

Aðspurður hvort eðlilegt sé að íslenskur almenningur eigi að standa á bak við skuldir Kaupþings í útlöndum segir Hreiðar að svo eigi ekki að vera. Það sé ekki sanngjarnt gagnvart komandi kynslóðum. Þá segir hann að aðspurður um það hvort íslenskri bankar hafi fengið að vaxa of hratt að erfitt sé að segja. Kaupþingsmenn telji að þeir séu með vel dreifðar eignir en smæð heimamarkaðar hafi áhrif á aðgengi að fjármagni.

Hreiðar segist fyrst hafa heyrt af frumvarpi stjórnvalda fyrr í dag. Forsvarsmenn Kaupþings sátu á fundum í Ráðherrabústaðnum um helgina og lögðu fram ýmsar tillögur. Aðspurður um þær hugmyndir segir Hreiðar að þær hafi gengið út á það að sameina banka og afskrifa þannig skuldir í útlöndum.

Aðspurður hvað hafi breyst um helgina segir Hreiðar að lausafjárstaða sumra banka hafi versnað en það eigi ekki við um Kaupþing.

Í drögum að frumvarpinu kemur fram að Seðlabankinn hafi veitt Kaupþingi lán gegn veði í FIH banka í Danmörku. Hreiðar vildi ekki tjá sig um upphæð þessa láns né hvenær það var veitt. Aðspurður hvort um mismunun á bönkum hafi verið að ræða þar sem Glitnir fékk ekki sams konar lán fyrir skemmstu segir Hreiðar svo ekki vera. Bankinn hafi lagt fram verðmæta eign sem veð og Seðlabankinn taki ekki áhættu með láninu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×