Mikill skellur á Wall Street 22. september 2008 20:24 Mynd/AP Helstu hlutabréfavísitölur féllu verulega á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Skellurinn skýrist af hagnaðartöku fjárfesta eftir mikla hækkun vestanhafs á föstudag auk þess sem þeir festu fjármuni sína í tryggu skjóli, svo sem í gulli, olíu og annarri hrávöru. Björgunaraðgerðir stjórnvalda, sem kynntar voru á föstudag og fela í sér að ríkið setji á laggirnar sjóð, einskonar ruslakistu fyrir undirmálslán og aðra fjármálagjörninga sem eru næsta verðlausir í dag eftir verðfall á bandarískum fasteignamarkaði, þykir einkar kostnaðarsamur. Kostnaður ríkisins mun hlaupa á um 700 milljörðum bandaríkjadala, sem að nær öllu leyti verður tekinn úr vasa skattgreiðenda. Fjárfestum þykir verðmiðinn hár og líklegur til að fella gengi bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum. Kaup á varanlegum og allt að því gamaldags fjárfestingakostum þykir því öruggt skjól frá hremmingum á fjármálamörkuðum. Þá bætir Bloomberg-fréttastofan því við, að margir þeirra eftist um að björgunaraðgerðirnar nái að forða landinu frá yfirvofandi samdrætti. Neytendafyrirtæki á borð við Apple en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu féll um sjö prósent í dag. Þróun hlutabréfaverðs hjá fyrirtækinu dró fleiri neytendafyrirtæki með sér í fallinu. Þróunin skilaði sér í mikilli hækkun á gulli og hráolíu, sem skaust upp um 25 dali á tunnu. Stökk sem þetta hefur aldrei fyrr sést í sögubókum fjármálamarkaða. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,27 prósent og Nasdaq-vísitalan um 4,17 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur féllu verulega á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Skellurinn skýrist af hagnaðartöku fjárfesta eftir mikla hækkun vestanhafs á föstudag auk þess sem þeir festu fjármuni sína í tryggu skjóli, svo sem í gulli, olíu og annarri hrávöru. Björgunaraðgerðir stjórnvalda, sem kynntar voru á föstudag og fela í sér að ríkið setji á laggirnar sjóð, einskonar ruslakistu fyrir undirmálslán og aðra fjármálagjörninga sem eru næsta verðlausir í dag eftir verðfall á bandarískum fasteignamarkaði, þykir einkar kostnaðarsamur. Kostnaður ríkisins mun hlaupa á um 700 milljörðum bandaríkjadala, sem að nær öllu leyti verður tekinn úr vasa skattgreiðenda. Fjárfestum þykir verðmiðinn hár og líklegur til að fella gengi bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum. Kaup á varanlegum og allt að því gamaldags fjárfestingakostum þykir því öruggt skjól frá hremmingum á fjármálamörkuðum. Þá bætir Bloomberg-fréttastofan því við, að margir þeirra eftist um að björgunaraðgerðirnar nái að forða landinu frá yfirvofandi samdrætti. Neytendafyrirtæki á borð við Apple en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu féll um sjö prósent í dag. Þróun hlutabréfaverðs hjá fyrirtækinu dró fleiri neytendafyrirtæki með sér í fallinu. Þróunin skilaði sér í mikilli hækkun á gulli og hráolíu, sem skaust upp um 25 dali á tunnu. Stökk sem þetta hefur aldrei fyrr sést í sögubókum fjármálamarkaða. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,27 prósent og Nasdaq-vísitalan um 4,17 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira