Íslenski boltinn

Viktor Bjarki fékk rautt í lok leiksins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viktor Bjarki í leik gegn Keflavík nú fyrr í sumar.
Viktor Bjarki í leik gegn Keflavík nú fyrr í sumar. Mynd/Víkurfréttir

Viktor Bjarki Arnarsson fékk að líta rauða spjaldið eftir að leik KR og Keflavíkur lauk á sunnudagskvöldið.

Eftir leikinn gekk hann upp að Þóroddi Hjaltalín dómara og mótmælti mjög dómgæslu leiksins. Fyrir vikið fékk hann bæði áminningu og brottvísun.

Fyrir vikið missir hann að minnsta kosti af leik Fylkis og KR sem fer fram á morgun. Ef Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmir hann í tveggja leikja bann missir hann einnig af leik KR gegn Breiðabliki í undanúrslitum bikarkeppninnar.

„Auðvitað sé ég eftir þessu í dag. Ég vildi fá víti og annað slíkt en þarna hlaup einhver hundur í mig. Það var bara þannig," sagði Viktor í samtali við Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×