Körfubolti

Toppliðin héldu sínu striki

LaKiste Barkus fór fyrir liði Hamars í sigrinum á KR í dag
LaKiste Barkus fór fyrir liði Hamars í sigrinum á KR í dag

Topplið Hauka og Hamars unnu leiki sína í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag þegar fjórir leikir voru á dagskrá.

Hamar vann góðan sigur á KR í Hveragerði 76-57 þar sem segja má að langskotin hafi tryggt heimaliðinu sigurinn. Hamar hafði yfir allan leikinn og nýtti liðið 8 af 20 þriggja stiga skotum sínum (40%) á meðan KR hitti aðeins úr 2 af 17 (12%). Að öðru leyti voru liðin nokkuð jöfn í öðrum þáttum tölfræðinnar.

LaKiste Barkus skoraði 20 stig, gaf 9 stoðsendingar, hirti 8 fráköst og stal 5 boltum fyrir Hamar, Julia Demirer skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst og Íris Ásgeirsdóttir skoraði 14 stig.

Hjá KR var Sigrún Ámundadóttir atkvæðamest með 17 stig og 11 fráköst og Guðrún Þorsteinsdóttir setti persónulegt met í vetur með 17 stigum og hitti úr 8 af 11 skotum sínum inni í teig. Hildur Sigurðardóttir var fjarri sínu besta og skoraði 10 stig, en hún hitti aðeins úr 5 af 18 skotum sínum.

Haukar halda toppsæti deildarinnar með 16 stig eftir 59-48 sigur á Val í dag. Hamar er í öðru sæti með 14 stig og Keflavík er í þriðja sæti eftir 80-56 sigur á Snæfelli.

KR er í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig og Grindavík í fimmta með 8 stig eftir nauman 62-61 sigur á Fjölni í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×