Keflavík vann öruggan sigur á KR, 90-62, í Iceland Express deild kvenna í dag en alls fóru þrír leiki fram í deildinni í dag.
Birna Valgarðsdóttir fór mikinn í leiknum og skoraði 30 stig en Svava Ósk Stefánsdóttir skoraði sautján stig auk þess sem hún tók ellefu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Pálína Gunnlaugsdóttir kom næst með fimmtán stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar.
Hjá KR var Sigrún Sjöfn Ámundadóttir stigahæstur með 22 stig og þrettán fráköst en Hildur Sigurðardóttir kom næst með sextán stig og tólf fráköst.
Haukar vann Snæfell á útivelli, 81-58. Kristrún Sigurjónsdóttir ksoraði 24 stig fyrir Hauka og Slavica Dimovska átján.
Hjá Snæfelli skoraði Berglind Gunnarsdóttir fjórtán stig en aðrir leikmenn voru með minna en tíu stig.
Þá vann Hamar sigur á Fjölni á útivelli, 72-49. Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með átján stig og Hamar kemur næst með sextán. Keflavík er í þriðja sæti með fjórtán stig, fjórum á undan KR. Snæfell og Fjölnir eru neðst í deildinni með tvö stig hvort.
Keflavík vann KR
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn
