Viðskipti innlent

Eyrir Invest kaupir eigin skuldabréf

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest. Mynd/GVA
Eyrir Invest, sem er kjölfestufjárfestir í Marel, stoðtækjafyrirtækinu Össuri og hollensku iðnsamstæðunni Stork, hefur keypt til baka öll útgefin skuldabréf félagsins í flokki EYRI0109 fyrir tvo milljarða króna. Í tilkynningu frá Kauphöllinni kemur fram að skuldabréfin beri 15,5 prósenta vexti frá útgáfudegi 24.janúar 2007 og séu á lokagjalddaga 23. janúar á næsta ári. Þá eru bréfin keypt á 18,6 prósenta ávöxtunarkröfu til lokagjalddaga. Félagið, sem er með tvo aðra flokka skuldabréfa skkráða í Kauphöllina allt fram til 2012, mun í kjölfar viðskiptanna óska eftir afskráningu á þessum flokki skuldabréfa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×