Formúla 1

Ráða óhöpp úrslitum í Valencia?

Forráðamenn margra keppnisliða og ökumenn þeirra telja líkur á því að óhöpp og árekstrar muni ráða úrslitum í fyrsta Formúlu 1 mótinu á götum Valencia um næstu helgi.

Brautin er háhraðabraut og svipar til Montreal og nokkrar líkur eru á því að ökumenn geri mistök á nýrri braut, sem þeir hafa lítið ekið. Þá eru öryggisveggir mjög nálægt brautinni sem liggur um hafnarsvæðið í Valencia að stórum hluta. Útkoma öryggisbílsins hefur ruglað röðinni í mótum á þessu ári

Keppnisliði verða því að gera ráð fyrir óhöppum í áætlanagerð sinni fyrir mótið og minni spámenn gætu átt góða möguleika á árangri, eins og við sáum í Mónakó, þar sem Adrian Sutil komst í fjórða sætið. Kimi Raikkönen keyrði hann svo út úr keppninni rétt eftir endurræsingu.

Af kappakstur.is

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×