Fyrsta dómsmál hins umdeilda héraðsdómara, Þorsteins Davíðssonar, verður tekið fyrir þann 17. janúar næstkomandi. Þá mun Þorsteinn hlusta á rökstuðning og skoða máls og sönnunargöng í máli Harðar Snorrasonar gegn Eyjafjarðarsveit í Héraðsdómi Norðurlands eystri.
Málsins er beðið með nokkurri eftirvæntingu enda hefur kastljósið verið töluvert á Þorsteini síðan hann var skipaður í embætti sitt fram yfir þrjá umsækjendur sem sérstök matsnefnd taldi hæfari.
Þær upplýsingar fengust í dag að rökstuðningur sem tveir af umsækjendunum sem töldust hæfari óskuðu formlega eftir hafi enn ekki verið lagður fram en hans er að vænta innan skamms.