Viðskipti innlent

Spá lægri verðbólgu í janúar

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri. Greiningardeild Kaupþings spáir því að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist í byrjun næsta árs.
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri. Greiningardeild Kaupþings spáir því að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist í byrjun næsta árs. Mynd/GVA

Verðbólga mun fara úr 5,9 prósentum í 5,5 prósent i fyrsta mánuði ársins, að því er fram kemur í mati greiningardeildar Kaupþings sem spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,05 prósent á milli mánaða. Gangi það eftir mun verðbólga mælast 7,4 prósent.

Í spá Kaupþings kemur fram að útsöluáhrif vegi á móti hækkandi matvæla- og oíuverði á tímabilinu og muni verðbólga því mælast lág á næstu tveimur mánuðum.

Deildin segir ennfremur að þótt verðbólga sé yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans þá vegi órói á fjármálamörkuðum og lækkandi eignaverð hér á landi þungt og séu líkur á að stýrivextir haldist óbreyttir fram í apríl. Eftir það muni stýrivextir lækka og verði markmiðum bankans náð í byrjun næsta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×