Viðskipti erlent

Bandaríkjadalur að snúa við

Merki Morgan Stanley. Einn yfirmanna bankans telur að gengi bandaríkjadals hækki bráðlega.
Merki Morgan Stanley. Einn yfirmanna bankans telur að gengi bandaríkjadals hækki bráðlega. Mynd/AFP

Gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum er að nálgast lægsta gildi og mun hækka fljótlega á ný. Þetta sagði David Darst, forstöðumaður hjá bandaríska fjárfestingabankanum Morgan Stanley á viðskiptafréttastöðinni CNBC í dag.

Darst sagði að þrengingar fjármálageirans geti aukist meira neyðist bandaríski seðlabankinn að lækka stýrivexti. Það getur svo leitt til þess að gengi bandaríkjadals lækki frekar.

Darst varaði hins vegar við því að lýsa yfir endalokum fjármálakreppunnar. Nú sé aðeins verið að fara inn á nýtt stig, líkt og hann tók til orða.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×