Innlent

Ákvörðun um Írafoss tekin í dag

Það ræðst væntanelga í dag hvar gert verður við Írafoss, flutningaskip Eimskips, sem missti stýrisbúnaðinn skömmu eftir brottför frá Neskaupstað í fyrrinótt.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar kom skipverjum til aðstoðar og síðan aðstoðaði varðskip við að koma skipinu aftur að bryggju í Neskaupstað í gær. Sjö manna erlend áhöfn er um borð. Viðgerð getur tekið langan tíma og óráðið er hvað gert verður við 800 tonn af fiksimjöli, sem eru um borð í skipinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×