Viðskipti innlent

Rabobank gefur út 13 milljarða krónubréf

Hollenski bankinn Rabobank gaf í dag út krónubréf til eins árs fyrir þrettán milljarða króna.

Greiningardeild Glitnis bendir á að heildarútistandandi krónubréf nemi nú ríflega 331 milljarði króna og hafi krónubréfastaðan ekki verið lægri frá í febrúar í fyrra ef frá er skilinn síðasti mánuður. Þá segir deildin að frá því þrenginga fór að gæta á innlendum gjaldmiðlaskiptamarkaði í byrjun mars hafi einungis þrjár útgáfur krónubréfa litið dagsins ljós og sé útgáfan í dag sú stærsta.

Samtals falla krónubréf fyrir 27,5 milljarða króna á gjalddaga í mánuðinum, þar af 18 milljarðar í næstu viku. Það sem af sé árs séu 59 milljarðar á gjalddaga og tæpir 129 milljarðar á fyrsta fjórðungi næsta árs.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×