Viðskipti innlent

Fjármálafyrirtækin lækka í Kauphöllinni

Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Gengi bréfa í bankanum lækkaði mest í byrjun dags.
Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Gengi bréfa í bankanum lækkaði mest í byrjun dags. Mynd/Vilhelm

Gengi hlutabréfa í Glitni, Straumi, Landsbankanum Existu og Bakkavör lækkaði um rúmt prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á evrópskum mörkuðum.

Á sama tíma hafa bréf í SPRON, 365, Kaupþingi, Össur og Eimskip lækkað um tæpt prósent.

Gengi bréfa í Eik banka hefur hækkað um tæp tvö prósent en í Century Aluminum um tæp 0,5 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,97 prósent og stendur vísitalan í 4.701 stigi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×