Enski boltinn

Cech: Chelsea getur vel unnið tvöfalt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Petr Cech, leikmaður Chelsea.
Petr Cech, leikmaður Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Petr Cech, markvörður Chelsea, segir að sínir menn eigi góða möguleika á því að sigra bæði í ensku úrvalsdeildinni sem og Meistaradeild Evrópu.

Nú klukkan 11.00 verður dregið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar en sýnt verður beint frá drættinum hér á Vísi.

Chelsea þurfti að sjá á eftir báðum titlum á síðustu leiktíð til Manchester United en talið er að Meistaradeildin sé í algjörum forgangi hjá Roman Abramovich, eiganda Chelsea.

„Það er erfitt að fullyrða eitthvað um það," sagði Cech í samtali við enska fjölmiðla spurður hvort að það væri meiri metnaður fyrir því að sigra í Meistaradeild Evrópu.

„Við höfum ekki unnið í deildinni í tvö ár og er það risastór keppni sem við viljum ólmir vinna í. Það er ekki mikill munur á þessum tveimur keppnum. Auðvitað væri best að vinna í báðum keppnum enda vill maður vinna alla leiki."

„Við vitum hvað þarf til að vinna í ensku úrvalsdeildinni. Við vitum líka hvað þarf til að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Við höfum því yfir mikilli reynslu að búa og vonast ég til að það muni fleyta okkur langt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×