Iceland Airwaves: Dagur 4 Feitustu bitarnir í Hafnarhúsinu 18. október 2008 04:00 Gríðarhress á sviði CSS frá Brasílíu spila kl. 23 í kvöld. „Stærstu" sveitir Airwaves-hátíðarinnar koma fram í kvöld í Hafnarhúsinu. Þetta er brasilíska gleðipönksveitin CSS og Kanarnir í háskólarokkbandinu Vampire Weekend. CSS (sem er stytting á Cansei de Ser Sexy - „Þreytt á að vera kynæsandi") varð til í São Paulo árið 2003. Sveitin sló saman hráu pönki og frauðpoppi í anda Beyoncé og varð útkoman fersk. Fyrsta platan kom út í Bandaríkjunum árið 2006 og sveitin þeyttist um heiminn með sitt glaðværa danspönk og spilaði meðal annars með Klaxons og Gwen Stefani. Önnur platan, Donkey, kom svo út á þessu ári og er mun rokkaðri en fyrri verk. Krakkarnir í CSS, fimm stelpur og einn karl, þykja gríðarlega hress á sviði. Þau hefja leik kl. 23. Á eftir þeim, á miðnætti, stíga Vampire Weekend á stokk. Þetta eru fjórir ungir New York-arar sem stofnuðu bandið árið 2006. Fyrsta platan þeirra kom út í ársbyrjun og stefnir leynt og ljóst að því að verða talin með bestu plötum ársins. Platan er álíka fersk og nauðsynleg og fyrsta plata The Strokes. Einfalt rokkpopp Vampíruhelgarinnar minnir þó ekki bara á Strokes heldur líka á fyrstu plötu Talking Heads, The Kinks og Graceland-plötu Pauls Simon. Önnur bönd sem koma fram í Hafnarhúsinu í kvöld eru Bob Justman, Jan Mayen, Dikta og Færeyingarnir í Boys in a Band. -drg Meira gott í dag:Dísa kemur fram í Norræna húsinu kl. 15, rétt á eftir norska söngstirninu Ane Brun. Uppáhaldshljómsveit Eltons John er ástralski poppdansdúettinn Pnau. Hann fer á svið Tunglsins kl. 23. Kanadíski dúettinn Junior Boys spilar sitt ljúfa og svalandi ambient-popp á Nasa á miðnætti.Jeff Who? klára massíft íslenskt kvöld í Iðnó, fara á svið á miðnætti. Á undan þeim hafa meðal annars Ske, Sprengjuhöllin og Viking Giant Show komið fram. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Stærstu" sveitir Airwaves-hátíðarinnar koma fram í kvöld í Hafnarhúsinu. Þetta er brasilíska gleðipönksveitin CSS og Kanarnir í háskólarokkbandinu Vampire Weekend. CSS (sem er stytting á Cansei de Ser Sexy - „Þreytt á að vera kynæsandi") varð til í São Paulo árið 2003. Sveitin sló saman hráu pönki og frauðpoppi í anda Beyoncé og varð útkoman fersk. Fyrsta platan kom út í Bandaríkjunum árið 2006 og sveitin þeyttist um heiminn með sitt glaðværa danspönk og spilaði meðal annars með Klaxons og Gwen Stefani. Önnur platan, Donkey, kom svo út á þessu ári og er mun rokkaðri en fyrri verk. Krakkarnir í CSS, fimm stelpur og einn karl, þykja gríðarlega hress á sviði. Þau hefja leik kl. 23. Á eftir þeim, á miðnætti, stíga Vampire Weekend á stokk. Þetta eru fjórir ungir New York-arar sem stofnuðu bandið árið 2006. Fyrsta platan þeirra kom út í ársbyrjun og stefnir leynt og ljóst að því að verða talin með bestu plötum ársins. Platan er álíka fersk og nauðsynleg og fyrsta plata The Strokes. Einfalt rokkpopp Vampíruhelgarinnar minnir þó ekki bara á Strokes heldur líka á fyrstu plötu Talking Heads, The Kinks og Graceland-plötu Pauls Simon. Önnur bönd sem koma fram í Hafnarhúsinu í kvöld eru Bob Justman, Jan Mayen, Dikta og Færeyingarnir í Boys in a Band. -drg Meira gott í dag:Dísa kemur fram í Norræna húsinu kl. 15, rétt á eftir norska söngstirninu Ane Brun. Uppáhaldshljómsveit Eltons John er ástralski poppdansdúettinn Pnau. Hann fer á svið Tunglsins kl. 23. Kanadíski dúettinn Junior Boys spilar sitt ljúfa og svalandi ambient-popp á Nasa á miðnætti.Jeff Who? klára massíft íslenskt kvöld í Iðnó, fara á svið á miðnætti. Á undan þeim hafa meðal annars Ske, Sprengjuhöllin og Viking Giant Show komið fram.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira