Golf

Kuchar og Turnesa í forystu á Timberlake mótinu

Marc Turnesa
Marc Turnesa NordicPhotos/GettyImages

Á PGA mótaröðinni í golfi er nú keppt í Las Vegas þar sem Bandaríkjamenn eru í 12 efstu sætunum þegar mótið er hálfnað.

Japaninn Ryuji Imada bauð upp á tilþrif gærdagsins á Justin Timberlake mótinu eins og það heitir og er styrktarmót fyrir barnaspítala, en þó liður í PGA mótaröðinni. Imada er á 11 höggum undir pari og í 17. sæti.

Zach Johnson var lengi vel í forystu en lék annan hringinn á 7 höggum undir pari og er í þriðja sæti á samtals 17 undir og er tveimur höggum á eftir efstu mönnum Matt Kuchar og Marc Turnesa sem eru samtals á 18 undir.

Staðan

Á Evrópumótaröðinni er heldur betur komin upp óvænt staða því lítt þekktur kylfingur Stuart Manley frá wales mjög svo óvænt í efsta sæti á portúgalska meistaramótinu.

Manley sem er í sæti númer 575 á heimslistanum er á 11 höggum undir pari en fær verðuga keppni frá Spánverjanum Alvaro Quiros sem er einu höggi á eftir og Svíanum Magnús Carlsson sem kemur tveimur á eftir. Þess má geta að Manley er sex höggum á undan Lee Westwood.

Staðan








Fleiri fréttir

Sjá meira


×