Ráðherra líst vel á sölu á Kaupþingi Ingimar Karl Helgason skrifar 15. október 2008 18:00 Rætt er um að lífeyrissjóðirnir kunni að eignast 51 prósents hlut í Kaupþingi, en ótilgreindir fjárfestar það sem eftir stendur. Vísir/GVA „Það væri mikil og ljós birta í þessu öllu saman og ég vona svo sannarlega að þetta gangi hjá þeim,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Fram hefur komið að nokkrir stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa sýnt því áhuga að kaupa starfsemi og eignir Kaupþings.Björgvin segir gríðarlega mikilvægt að reyna að koma málum svo fyrir að „ríkið sitji ekki með alla stóru bankana þrjá í fanginu, heldur væri hérna einn einkarekinn banki áfram“. Viðskiptaráðherra var ekki kunnugt um að formlegt tilboð hefði verið lagt inn til skilanefndar Kaupþings um hádegið í gær. Ekki náðist í Finn Sveinbjörnsson skilanefndarformann síðdegis. Þá voru margir fundir um málið í gangi. Menn sem Markaðurinn náði tali af sögðu að ganga þyrfti frá mörgum lausum endum áður en nokkuð yrði tilkynnt. Óvíst var um stöðu formlegra viðræðna eða tilboðs þegar Markaðurinn fór í prentun. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins sem er sett yfir skilanefndina, vildi fátt segja um málið í gær. „Ég get því miður ekki tjáð mig um það á þessi stigi. En við munum að sjálfsögðu gefa upplýsingar um leið og við getum.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að lífeyrissjóðirnir myndu eignast 51 prósents hlut í bankanum, en ótilgreindir fjárfestar afganginn. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er búið að stofna Nýja Glitni og Nýja Landsbanka. Nýja Kaupþing hefur ekki verið stofnað, ef marka má fyrirtækjaskrá og Lögbirtingablað síðdegis í gær. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sagt að ganga þyrfti frá kaupunum áður en nýr banki yrði stofnaður. Hugmyndin væri að kaupa innlendan hluta Kaupþings og að einhverju leyti erlendan hluta. Lífeyrissjóðir sem hlut eiga að máli eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Stafir. „Ég held að það deili enginn um það að Kaupþing hafi verið með vel rekna bankaþjónustu. Í mínum huga er það ekkert slæm framtíðarsýn að hér sé rekinn traustur ríkisbanki og við hans hlið traustur markaðsbanki,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og varaformaður stjórnar LSR. Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
„Það væri mikil og ljós birta í þessu öllu saman og ég vona svo sannarlega að þetta gangi hjá þeim,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Fram hefur komið að nokkrir stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa sýnt því áhuga að kaupa starfsemi og eignir Kaupþings.Björgvin segir gríðarlega mikilvægt að reyna að koma málum svo fyrir að „ríkið sitji ekki með alla stóru bankana þrjá í fanginu, heldur væri hérna einn einkarekinn banki áfram“. Viðskiptaráðherra var ekki kunnugt um að formlegt tilboð hefði verið lagt inn til skilanefndar Kaupþings um hádegið í gær. Ekki náðist í Finn Sveinbjörnsson skilanefndarformann síðdegis. Þá voru margir fundir um málið í gangi. Menn sem Markaðurinn náði tali af sögðu að ganga þyrfti frá mörgum lausum endum áður en nokkuð yrði tilkynnt. Óvíst var um stöðu formlegra viðræðna eða tilboðs þegar Markaðurinn fór í prentun. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins sem er sett yfir skilanefndina, vildi fátt segja um málið í gær. „Ég get því miður ekki tjáð mig um það á þessi stigi. En við munum að sjálfsögðu gefa upplýsingar um leið og við getum.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að lífeyrissjóðirnir myndu eignast 51 prósents hlut í bankanum, en ótilgreindir fjárfestar afganginn. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er búið að stofna Nýja Glitni og Nýja Landsbanka. Nýja Kaupþing hefur ekki verið stofnað, ef marka má fyrirtækjaskrá og Lögbirtingablað síðdegis í gær. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sagt að ganga þyrfti frá kaupunum áður en nýr banki yrði stofnaður. Hugmyndin væri að kaupa innlendan hluta Kaupþings og að einhverju leyti erlendan hluta. Lífeyrissjóðir sem hlut eiga að máli eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Stafir. „Ég held að það deili enginn um það að Kaupþing hafi verið með vel rekna bankaþjónustu. Í mínum huga er það ekkert slæm framtíðarsýn að hér sé rekinn traustur ríkisbanki og við hans hlið traustur markaðsbanki,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og varaformaður stjórnar LSR.
Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira