Menning

Víóla og gítar fyrir norðan

Helga Þórarinsdóttir og Kristinn H. Árnason Leika fallega tónlist á Norðurlandi í dag og á morgun.
Helga Þórarinsdóttir og Kristinn H. Árnason Leika fallega tónlist á Norðurlandi í dag og á morgun.

Önnur sumartónleikahelgin við Mývatn fer nú í hönd og býður tónlistaráhugafólki upp á ljúfa tóna gítars og lágfiðlu. Þau Kristinn H. Árnason gítarleikari og Helga Þórarinsdóttir lágfiðluleikari koma fram á tónleikum í Reykjahlíðarkirkju í kvöld kl. 21 og í Skútustaðakirkju annað kvöld kl. 21 og leika þar létta og skemmtilega efnisskrá sem inniheldur meðal annars sónötu eftir Vivaldi, spænska tónlist og nokkrar ómissandi perlur úr íslenskri sönghefð.

Kristinn er landsþekktur tónlistarmaður og leikur jafn listavel tónlist eftir Bach á klassískan gítar, rytmann í Rússíbönum og stuðið í poppinu með hljómsveitinni Hringjum. Helga Þórarinsdóttir leiðir lágfiðlusveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og leikur jafnframt með kammerhóp.

Rétt er að benda á að þau Kristinn og Helga koma einnig fram á tónleikum í Byggðasafninu Hvoli á Dalvík í dag kl. 14.

- vþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.