Viðskipti innlent

Erfiðleikar ræddir í fjölmiðlum

Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar.
„Umræðan um þetta mál hófst í fjölmiðlum, en samkvæmt okkar reglum á að tilkynna þetta hjá okkur," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Ákveðið hefur verið að sekta Nýsi um eina og hálfa milljón króna. Málið tengist upplýsingum um að Nýsir hefði ekki greitt af bréfum sem skráð eru í Kauphöllina. Þær komu fram í fréttum um miðjan júní, en tilkynning barst Kauphöll 18. sama mánaðar. Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, greindi frá greiðslufresti Nýsis á afborgunum og fjárhagslegri endurskiplagningu viku áður en tilkynning barst Kauphöllinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×