Viðskipti innlent

Exista fellur eftir flug í gær

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Existu féll um 4,15 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Félagið hækkaði mest í gær, eða um 3,49 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í dag eru sjö upp á rétt rúmar 45 milljónir króna. Að öðru leyti litast hlutabréfamarkaðurinn af lækkun.

Á hæla Existu fylgir Atorka en gengi bréfa í félaginu hefur fallið um 2,59 prósent. Þá hefur gengi bréfa í Eimskipafélaginu fallið um rétt rúm tvö prósent.

Þá hefur Straumur lækkað um 1,96 prósent, bréf Landsbankans farið niður um 1,04 prósent og Kaupþings um 0,99 prósent.

Engin félög hafa hækkað í dag.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,18 prósent og stendur vísitalan í 4.175 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×