Fótbolti

Maldini sá tryggasti

Elvar Geir Magnússon skrifar
Paolo Maldini.
Paolo Maldini.

Ítalskt dagblað hefur tekið saman lista yfir tíu tryggustu leikmenn ítalska fótboltans. Það kemur ekki á óvart að hinn fertugi varnarmaður, Paolo Maldini, trjóni á toppi listans.

Maldini er draumafyrirliði allra liða en hann hefur allan sinn feril leikið með AC Milan og verið sönn fyrirmynd innan og utan vallarins. Þá hefur hann leikið fleiri landsleiki fyrir Ítalíu en nokkur annar.

Valentino Mazzola, fyrrum fyrirliði Torino, er í öðru sæti en hann lét lífið ásamt nánast öllum liðsfélögum sínum í flugslysi 1949. Liðið var þá á leið heim eftir leik í Portúgal. Mazzola var þekktur fyrir að bretta upp ermarnar á keppnistreyju sinni þegar hann var ekki sáttur við spilamennsku síns liðs og var það merki til leikmanna að þeir þyrftu að gera betur.

Tryggustu leikmenn ítalska boltans:

1. Paolo Maldini (AC Milan)

2. Valentino Mazzola (Torino)

3. Alessandro Del Piero (Juventus)

4. Francesco Totti (Roma)

5. Giacinto Facchetti (Inter)

6. Gigi Riva (Cagliari)

7. Giampiero Boniperti (Juventus)

8. Franco Baresi (AC Milan)

9. Giancarlo Antognoni (Fiorentina)

10. Roberto Mancini (Sampdoria)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×