Á Ísland að ganga í Evrópusambandið? Björgvin Guðmundsson skrifar 16. apríl 2008 11:59 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja 55 %, að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þetta er mesta fylgi við aðild að ESB í skoðanakönnun. Geir Haarde, forsætisráðherra Ísland, hefur undanfarna daga verið í heimsókn í höfuðstöðvum ESB í Brussel. Hefur hann m.a. rætt við formann framkvæmdastjórnar ESB, Barroso.Niðurstaðan af viðræðum Geirs við Evrópusambandið er sú, að einhliða upptaka evru gangi ekki. Ef Ísland ætli að taka upp evru verði það að ganga í Evrópusambandið og Myntbandalag Evrópu.Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart .Norðmenn voru búnir að kanna þetta mál fyrir 8-10 árum. Þá fór Bondevik, forsætisráðherra Noregs til Brussel í sömu erindagerðum og Geir Haarde og fékk nákvæmlega sömu svör. Noregur gat ekki fengið að taka upp evru einhliða.Við hefðum því getað sparað okkur allar umræðurnar undanfarið um einhliða upptöku evru. Það gengur ekki. Við verðum að ganga í Evrópusambandið,ef við ætlum að taka upp evru. Hver eru rökin fyrir því að ganga í ESB? Og hver eru rökin á móti aðild? Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Aðild að EES tryggir okkur frelsin fjögur, frjálsa vöruflutninga, frjálsa fjármagnsflutninga, frjálsa flutninga vinnuafls og frjálsa þjónustuflutninga. Margir segja, að þetta dugi Íslendingum. Frjálsir vöuflutningar tryggja okkur aðild að markaði ESB fyrir nær allar okkar sjávarafurðir.Það var eitt mikilvægasta atriði EES samningsins. Frjálsir fjármagnsflutningar skipta einnig miklu máli fyrir okkur.Vegna aðildar okkar að EES tökum við sjálfskrafa upp mikið af tilskipunum ESB og hafa mörg umbótamál verið lögleidd hér af þeim sökum, svo sem á sviði vinnumála og umhverfismála. En hvað vantar þá upp á? Það,sem vantar er að vera með við stjórnarborð ESB. Ísland tekur ekki þátt í þingi og stjórn ESB og kemur lítið að undirbúningi tilskipana. Og Ísland fær ekki að taka upp evru, þar eð við erum ekki í ESB. Helstu rökin fyrir aðild eru því þau að fá aðild að stjórn ESB og Myntbandalagi svo við getum tekið upp evru. Helstu rökin gegn aðild eru þau, að þá yrðum við að taka upp sjávarútvegsstefnu ESB og hleypa fiskiskipum ESB inn í fiskveiðilögsögu okkar. Menn nota það einnig sem röksemd gegn aðild að við séum komnir með nær allan ávinning aðildar gegnum aðildina að EES. Og að við myndum ekki ráða miklu í ESB þó við værum aðilar. Stuðningsmenn aðildar að ESB segja,að þó Ísland gengi í ESB mundi Ísland sitja nær eitt að fiskimiðunum við Ísland. Tekið yrði tillit til fiskveiðireynslu Íslendinga við Íslandsstrendur og Íslendingum úthlutað nær öllum kvótum við Ísland. Þetta kann að vera rétt en úr þessu fæst ekki skorið fyrr en Ísland hefur gerst aðili að ESB. Vægi sjávarútvegs í íslenskum þjóðarbúskap fer minnkandi. Sú staðreynd vinnur með aðild að ESB. Nýjar greinar eins og fjármálageirinn,ferðaiðnaður og áliðnaður sækja á. Það mælir með aðild að ESB. Margir eru að smásnúast til aðildar að ESB af þessum sökum. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn, sem hefur aðild að ESB á stefnuskrá sinni.Samfylkingin vill,að Ísland ákveði samningsmarkmið sín fyrir samningaviðræður við ESB. Síðan verði látið reyna á þau í samningaviðræðum. Niðurstaðan verði lögð fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Norðmenn hafa tvívegis fellt i þjóðaratkvæði að ganga í ESB. Norski Verkamannaflokkurinn vill ganga í ESB en norska stjórnin hefur ekki aðild á stefnuskrá sinni. Eftir næstu kosningar í Noregi gæti aðild komist á dagskrá. Ef Noregur gengur í ESB verður Ísland að fylgja í kjölfarið. Ef Noregur fer úr EFTA og gengur í ESB líður EFTA sennilega undir lok. Hér mun ekkert gerast í þessu máli á yfirstandandi kjörtimabili en málið gæti orðið kosningamál í næstu kosningum.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja 55 %, að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þetta er mesta fylgi við aðild að ESB í skoðanakönnun. Geir Haarde, forsætisráðherra Ísland, hefur undanfarna daga verið í heimsókn í höfuðstöðvum ESB í Brussel. Hefur hann m.a. rætt við formann framkvæmdastjórnar ESB, Barroso.Niðurstaðan af viðræðum Geirs við Evrópusambandið er sú, að einhliða upptaka evru gangi ekki. Ef Ísland ætli að taka upp evru verði það að ganga í Evrópusambandið og Myntbandalag Evrópu.Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart .Norðmenn voru búnir að kanna þetta mál fyrir 8-10 árum. Þá fór Bondevik, forsætisráðherra Noregs til Brussel í sömu erindagerðum og Geir Haarde og fékk nákvæmlega sömu svör. Noregur gat ekki fengið að taka upp evru einhliða.Við hefðum því getað sparað okkur allar umræðurnar undanfarið um einhliða upptöku evru. Það gengur ekki. Við verðum að ganga í Evrópusambandið,ef við ætlum að taka upp evru. Hver eru rökin fyrir því að ganga í ESB? Og hver eru rökin á móti aðild? Ísland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Aðild að EES tryggir okkur frelsin fjögur, frjálsa vöruflutninga, frjálsa fjármagnsflutninga, frjálsa flutninga vinnuafls og frjálsa þjónustuflutninga. Margir segja, að þetta dugi Íslendingum. Frjálsir vöuflutningar tryggja okkur aðild að markaði ESB fyrir nær allar okkar sjávarafurðir.Það var eitt mikilvægasta atriði EES samningsins. Frjálsir fjármagnsflutningar skipta einnig miklu máli fyrir okkur.Vegna aðildar okkar að EES tökum við sjálfskrafa upp mikið af tilskipunum ESB og hafa mörg umbótamál verið lögleidd hér af þeim sökum, svo sem á sviði vinnumála og umhverfismála. En hvað vantar þá upp á? Það,sem vantar er að vera með við stjórnarborð ESB. Ísland tekur ekki þátt í þingi og stjórn ESB og kemur lítið að undirbúningi tilskipana. Og Ísland fær ekki að taka upp evru, þar eð við erum ekki í ESB. Helstu rökin fyrir aðild eru því þau að fá aðild að stjórn ESB og Myntbandalagi svo við getum tekið upp evru. Helstu rökin gegn aðild eru þau, að þá yrðum við að taka upp sjávarútvegsstefnu ESB og hleypa fiskiskipum ESB inn í fiskveiðilögsögu okkar. Menn nota það einnig sem röksemd gegn aðild að við séum komnir með nær allan ávinning aðildar gegnum aðildina að EES. Og að við myndum ekki ráða miklu í ESB þó við værum aðilar. Stuðningsmenn aðildar að ESB segja,að þó Ísland gengi í ESB mundi Ísland sitja nær eitt að fiskimiðunum við Ísland. Tekið yrði tillit til fiskveiðireynslu Íslendinga við Íslandsstrendur og Íslendingum úthlutað nær öllum kvótum við Ísland. Þetta kann að vera rétt en úr þessu fæst ekki skorið fyrr en Ísland hefur gerst aðili að ESB. Vægi sjávarútvegs í íslenskum þjóðarbúskap fer minnkandi. Sú staðreynd vinnur með aðild að ESB. Nýjar greinar eins og fjármálageirinn,ferðaiðnaður og áliðnaður sækja á. Það mælir með aðild að ESB. Margir eru að smásnúast til aðildar að ESB af þessum sökum. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn, sem hefur aðild að ESB á stefnuskrá sinni.Samfylkingin vill,að Ísland ákveði samningsmarkmið sín fyrir samningaviðræður við ESB. Síðan verði látið reyna á þau í samningaviðræðum. Niðurstaðan verði lögð fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Norðmenn hafa tvívegis fellt i þjóðaratkvæði að ganga í ESB. Norski Verkamannaflokkurinn vill ganga í ESB en norska stjórnin hefur ekki aðild á stefnuskrá sinni. Eftir næstu kosningar í Noregi gæti aðild komist á dagskrá. Ef Noregur gengur í ESB verður Ísland að fylgja í kjölfarið. Ef Noregur fer úr EFTA og gengur í ESB líður EFTA sennilega undir lok. Hér mun ekkert gerast í þessu máli á yfirstandandi kjörtimabili en málið gæti orðið kosningamál í næstu kosningum.Höfundur er viðskiptafræðingur.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun