Viðskipti innlent

Viðsnúningur á hlutabréfamarkaði

Gengi bréfa í Icelandair hefurhækkað um 3,19 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Heldur hefur hins vegar dregið úr hækkun dagsins eftir því sem liðið hefur nær lokun hlutabréfamarkaðar.

Þannig hefur einungis gengi bréfa í Bakkavör, Marel og Straumi hækkað lítillega í dag. Þetta er talsverður viðsnúningur frá í morgun þegar meirihluti félaga var á uppleið.

Eins og staðan er núna hefur gengi bréfa í Century Aluminum fallið um 2,45 prósent og Atlantic Airways lækkað um 1,84 prósent. Gengi bréfa í Existu, Landsbankanum, SPRON, Teymi, Eik banka, Össur, Atlantic Petroleum og Kaupþingi lækkað um tæpt prósent.

Úrvalsvísitalan, sem hafði hækkað lítillega í morgun, hefur nú lækkað um 0,05 prósent. Hún stendur í 4.510 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×