Magnús bíður eftir ákvörðun þjálfarans 25. apríl 2008 20:39 Magnús Gunnarsson smellir kossi á enn einn bikarinn í Keflavík í gær Mynd/Daniel Magnús Gunnarsson og félagar hans í Keflavík taka nú þátt í sigurhátíð sem að hans sögn mun standa yfir alla helgina þar í bæ. Liðið landaði enn einum meistaratitlinum í safnið í gærkvöld og Vísir heyrði hljóðið í skyttunni í kvöld. Við spurðum Magnús út í úrslitakeppnina, erfiðleika Keflavíkurliðsins gegn ÍR og hvað hefði orðið til þess að liðið fór á þann mikla sprett sem tryggði því titilinn. "Við þjöppuðum okkur saman eftir töpin gegn ÍR og fórum bara að spila eins og menn. Það var bullandi sjálfstraust í ÍR eftir KR-seríuna, en það var aldrei efi í okkur í þessari úrslitakeppni. Við vissum að um leið og við myndum smella, færi þetta á skrið hjá okkur," sagði Magnús. Hann segir að þó það sé vissulega klisja að varnarleikurinn vinni titla - hafi það einfaldlega verið það sem gerði gæfumuninn á hjá Keflvíkingum í þessari úrslitakeppni. "Menn gleyma því kannski að við fengum á okkur fæst stig allra í deildarkeppninni. Við spiluðum ágæta vörn á móti Þór í fyrstu umferðinni, en svo er eins og við höfum haldið að þetta kæmi bara að sjálfu sér á móti ÍR og við vorum að spila illa bæði sem lið og sem einstaklingar. Svo þegar við skrúfuðum okkur í gang í þriðja leiknum gegn ÍR, var þetta aldrei spurning í framhaldinu. Við burstuðum ÍR í síðustu þremur leikjunum, tókum Snæfell með 15 stigum á útivelli og svo 20 stigum heima. Það átti bara enginn möguleika í okkur," sagði Magnús. En hvað var það sem kveikti í Keflvíkingum eftir töpin tvö gegn ÍR, þegar þorri manna var búinn að afskrifa þá? "Við hittumst fyrir þriðja leikinn gegn ÍR til að horfa á flott myndband sem strákarnir sem sjá um Kef City TV settu saman, þeir Þorsteinn Lár og Siggi og mér skilst að Sigurður (þjálfari) hafi eitthvað komið að því líka. Það kveikti rækilega í okkur og eftir það varð ekki aftur snúið. Við unnum að þessu allan veturinn og skrifuðum svo nýtt blað í söguna með þessum sigri," sagði Magnús. Sigurður Ingimundarson þjálfari hefur ekkert gefið upp um framtíðaráform sín í þjálfarastólnum hjá Keflavík og Magnús segist byggja sín eigin framtíðarplön nokkuð mikið á því hvað "besti þjálfari landsins ætlar að gera" eins og hann orðaði það sjálfur. "Ég þarf nú að sjá hver verður þjálfari í þessu Keflavíkurliði áður en ég tek ákvörðun. Maður spilar ekki fyrir hvern sem er þegar maður hefur spilað fyrir þann besta. Ég mundi segja að væru svona 80% líkur á því að ég haldi áfram í Keflavík ef Siggi verður áfram." Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Magnús Gunnarsson og félagar hans í Keflavík taka nú þátt í sigurhátíð sem að hans sögn mun standa yfir alla helgina þar í bæ. Liðið landaði enn einum meistaratitlinum í safnið í gærkvöld og Vísir heyrði hljóðið í skyttunni í kvöld. Við spurðum Magnús út í úrslitakeppnina, erfiðleika Keflavíkurliðsins gegn ÍR og hvað hefði orðið til þess að liðið fór á þann mikla sprett sem tryggði því titilinn. "Við þjöppuðum okkur saman eftir töpin gegn ÍR og fórum bara að spila eins og menn. Það var bullandi sjálfstraust í ÍR eftir KR-seríuna, en það var aldrei efi í okkur í þessari úrslitakeppni. Við vissum að um leið og við myndum smella, færi þetta á skrið hjá okkur," sagði Magnús. Hann segir að þó það sé vissulega klisja að varnarleikurinn vinni titla - hafi það einfaldlega verið það sem gerði gæfumuninn á hjá Keflvíkingum í þessari úrslitakeppni. "Menn gleyma því kannski að við fengum á okkur fæst stig allra í deildarkeppninni. Við spiluðum ágæta vörn á móti Þór í fyrstu umferðinni, en svo er eins og við höfum haldið að þetta kæmi bara að sjálfu sér á móti ÍR og við vorum að spila illa bæði sem lið og sem einstaklingar. Svo þegar við skrúfuðum okkur í gang í þriðja leiknum gegn ÍR, var þetta aldrei spurning í framhaldinu. Við burstuðum ÍR í síðustu þremur leikjunum, tókum Snæfell með 15 stigum á útivelli og svo 20 stigum heima. Það átti bara enginn möguleika í okkur," sagði Magnús. En hvað var það sem kveikti í Keflvíkingum eftir töpin tvö gegn ÍR, þegar þorri manna var búinn að afskrifa þá? "Við hittumst fyrir þriðja leikinn gegn ÍR til að horfa á flott myndband sem strákarnir sem sjá um Kef City TV settu saman, þeir Þorsteinn Lár og Siggi og mér skilst að Sigurður (þjálfari) hafi eitthvað komið að því líka. Það kveikti rækilega í okkur og eftir það varð ekki aftur snúið. Við unnum að þessu allan veturinn og skrifuðum svo nýtt blað í söguna með þessum sigri," sagði Magnús. Sigurður Ingimundarson þjálfari hefur ekkert gefið upp um framtíðaráform sín í þjálfarastólnum hjá Keflavík og Magnús segist byggja sín eigin framtíðarplön nokkuð mikið á því hvað "besti þjálfari landsins ætlar að gera" eins og hann orðaði það sjálfur. "Ég þarf nú að sjá hver verður þjálfari í þessu Keflavíkurliði áður en ég tek ákvörðun. Maður spilar ekki fyrir hvern sem er þegar maður hefur spilað fyrir þann besta. Ég mundi segja að væru svona 80% líkur á því að ég haldi áfram í Keflavík ef Siggi verður áfram."
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira